Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 38
Prestafélagsritið.
SMÁVEGIS UM JÓN BISKUP VÍDALÍN.
Eftir Hannes Porsteinsson.
I.
Ummceli Pórðar biskups og Miillers amtmanns
um Jón biskup.
Þá er ég var í Ivaupmannahöfn næstliðinn vetur við
skjalarannsóknir i söfnunum þar, rakst ég á hitt og þetta,
sem hingað til hefir lítt eða ekki kunnugt verið. Meðal
annars fann ég í Ríkisskjalasafninu tvö bréf frá Jóni Vída-
lín, áður en hann varð biskup, og eitt bréf frá Þórði
biskupi, ritað hálfum mánuði áður en hann andaðist. Eru
bréf þessi sérstaklega merk að því leyti, að þau sýna ljós-
lega, hversu mikið orð hefir farið af Jóni Vídalín fyrir
ræðusnild hans þegar á fyrstu prestskaparárunum, og að
hann hefir þá þótt skara fram úr öðrum klerkum hér á
landi sem prédikari.
Elzta bréfið er umsóknarbréf frá séra Jóni Vídalín til
konungs um Garða á Álftanesi, ritað í Skálholti 14. ágúst
1695. Var séra Jón þá tæplega þrítugur að aldri og hafði
verið 2 ár kirkjuprestur í Skálholti. Hefir Þórður biskup
ritað meðmæli sín á bréf þetta 16. s. m., og segir hann í
þeirri umsögn sinni, að séra Jón (sem þá er kallaður að
«ins Jón Thorkelsson) sé »meget vellærd, gudfrygtig,
skickelig mand, og er derhos Jorlenet af Gud met store
gajfver i Prœdickestolena o. s. frv. Fékk séra Jón og kon-
ungsveitingu fyrir Görðum 21. des. s. á., enda mælti
kansellíið einnig með honum, samkvæmt tillögum biskups.
Bréf Pórðar biskups, sem fyr er getið, er ritað í Skál-
holti 2. marz 1697, og er eflaust hið síðasta bréf, sem til
er frá honum, því að hann andaðist 16. s. m., og hafði
þá lengi sjúkur verið. Bréfið er stílað til konungs, og
Preslafélagsritið. 3