Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 40
Prestaí'élagsritið.
Jón Vídalín.
35
hins látna biskups samfleytt 3 ár [1694—16971 sérstak-
lega í þeim embættisverkum, er bann hafi ekki getað
annazt sakir sjúkleika. Ritar Múller amtmaður á þessa
umsókn séra Jóns, að bann bafi skipað bann officialis
2. marz1) samkvæmt skriflegri uppástungu og beiðni bisk-
ups, og mælir með þvi, að hann verði skipaður biskup,
liann sé stórum lærður og hafi fengið ágætan vitnisburð
frá Jiáskólanum hjá hinum nafnkunna Masiusi2).
Þess skal loks getið, að í Ríkisskjalasafninu er uppkast
að skipunarbréfi Jóns Vídalins til biskups 16. nóv. 1697.
II.
Siðustu bré/ Jóns biskups m. fl.
Hinn 25. ágúst 1720, deginum áður en Jón biskup lagði
siðast af stað frá Skálholti, rilaði hann Raben stiftamtmanni
fjögur bréf, en eitt Chr. Worrn Sjálandsbiskupi. Þá mun bann
og hafa ritað konungi bréf það, sem er aftast i hinni dönsku
bréfabók biskups3), um uppreisn í málum hans við Odd
Sigurðsson, en það er ódagsetl4). Hin fimm bréfin eru
einnig í þessari sömu bréfabók, en auk þess eru bréfin
til stiptamtinanns öll í frumriti i Þjóðskjalasafninu (A 68).
í lengsta og merkasta bréfinu til stiptamtmanns getur
biskup þess, að bann hafi snúið nýja testamentinu úr grísku
á íslenzku, með því að biblían sé orðin svo fágæt hér á
landi, að bún sjáist ekki framar meðal alþýðu. Biður
hann stiftamtmann að sjá um, að þessi þýðing sín, er sé
1) P. e. sama dng og Póröur biskup ritar bréfið i Skálholti, og hefir Muller
amtmaöur þá veriö staddur þar. Paö er þvi rnngt lijá séra Jóni Halldórssyni
(Bisks. t, 350) o. íl., sem tekið liaía þaö eftir lionum, að amtmaður liafi skipaö
Jón Vidalin officialis 9. marz. Erindi amtmanns austnr i Skálholt um þaö leyti
ars viröist benda á, að hann hafi þá eitthvað hlutazt til um þjónustu biskups-
embæUisins eitirleiöis. Pað eini þarfnast sérstakrar rannsóknar.
2) Hector Gotfried Masius háskólakennari i guðfræði og hirðprédikari, f.
1053, f 1709.
3) Handritasafn M. Steph. nr. C5 4lo í safni Á. M., afskr. dr. P. E. Olasonar i
Lbs. 1650 4to.
4) Bréf þetta er prentað i Andvara 1914, bls. 76—77, i þýðingu Jóns lands-
bókavarðar Jakobssonar, ásamt löngu bréfi eða svari til Rabens sliftamtmanns
ódagsettu, en liklega riluöu 7. júli 1720 (s. st. bls. 68—76).