Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 41
36
Hannes Þorsteinsson:
Prestafclagsritið.
í handriti hjá Árna Magnússyni, komist á prent, og að
trúboðsfélagið (Missions collegiet) annist um útgáfuna1).
Jafnframt stingur biskup upp á því, að lærðustu menn
hér á landi yrða skipaðir í nefnd til að endurskoða
gamla testamentið og búa það undir prentun síðar, því
að einn saman geti hann ekki afkastað þeirri endur-
skoðun, sakir margvíslegra embættisanna. Pví næst minn-
ist biskup á frumvarp sitt til 2. bókar kristinna laga
(kirkjulaga), er hann hafði aíhent stiftamtmanni á skipi
hans í Hafnarfirði, og mælist lil þess, að hann láti Árna
Magnússon lesa þetta frumvarp yfir og aðrar uppástungur
um viðreisn Iandsins, því að hann sé ekki að eins skyn-
samur og lærður maður, heldur nákunnugur öllum lands-
málum og kirkjumálum, og auk þess góður föðurlands-
vinur. Og svo bætir biskup við: »Jeg har ingen lyst til
at leve længe i Verden, men ville vor Herre spare mig
indtil at Bihelen og Loven kom ud, da ville jeg glad sige;
nunc dimittis Servum tuum Domine2) — þá talar biskup
um viðurgerning við vinnufólk og kaup þess, er sé lítið,
og sumir húsbændur fari illa með hjú sín og séu naumir
í útlátum við þau, sjálfum sér til tjóns. — Þvi næst
minnist biskup á. að kaupmenn hafi svikizt um að flytja
nægilegt timbur til landsins, svo að bændur geti ekki
einu sinni fengið efni í orf; sé það undarlegt, að þeir
vilji fá fisk hjá landsmönnum og flytja þó ekki trjávið til
landsins, þeir haldi þó víst ekki, að fiskurinn hlaupi
lifandi á Iand, eða menn geti tekið hann úr fjörunni með
tómum höndunum. Þá talar biskup um, að reisa þurfi
skorður við að menn klæðist útlendum fatnaði, er sé að
jafnaði ónýlur og dragi peninga út úr landinu. Efni í
utanhafnarföt ætti að vinna í landinu sjálfu og vanda
vaðmálið enn betur, því að það væri fullgott handa fá-
tækri þjóð. Hér mætti og vinna efni í klæði (dúka), því
1) Pýöing þessi var aldrei prentuð, og brann luin mestöll lijú Árna Magnús-
syni 1728.
2) »Nú lætur þú, lierra, þjón þinn í fríði faraa. (Lúk. 2,29).