Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 42
Prestafélagsritið.
Jón Vídalín.
37
að nóg væri ullin, ef menn vissu, hvernig þetta ætti að
gerast. Segir biskup, að bæði hann og alt heimilisfólk
hans gangi í vaðmálsfötum, bæði heima og á ferðalagi,
og noti sjaldan önnur (utanhafnar) föt. Biskup vill láta
banna algerlega hárkollur (parruquer), er séu notaðar
öldungis að óþörfu af fólki, sem hafi gott hár; séu ekki
meira en 30 ár síðan þessi ósiður hafi borizt hingað til
lands. — Síðast í bréfinu víkur biskup að því gegndar-
lausa óhófi, er tíðkist í stórveizlum, við brúðkaup, jarðar-
farir og barnaskirnir, því að þótt dýr drykkjarföng séu
ekki um hönd höfð á þessum samkomum, þá sé kostn-
aðurinn ofvaxinn fátækum almúga. Vill biskup láta fyrir-
skipa einhverja ákveðna tölu boðsmanna, eflir efnum og
ástæðum hvers eins, og að ekki sé snædd nema ein mál-
tíð, að viðlagðri hegningu, ef út af er brugðið.
í öðru bréfi til stiftamtmanns segir biskup, að hann
sendi honum öxina Rimmugígi, en ekki kveðst hann
ábyrgjast að það sé öxi Skarphéðins. Árna Magnússyni
sé kunnugast um það1).
Briðja og fjórða bréf biskups til stiftamtmanns eru
fremur efnislítil (um laun kirkjuprestsins í Skálholti og
um nokkrar bænaskrár til konungs), en í bréfinu til
Worms Sjálandsbiskups minnist hann nánar á nýjatesta-
mentisþýðingu sína og væntanlega prentun hennar; kveðst
hafa samið skýringar eða athugasemdir á íslenzku við
nýja testamentið, og ætli að snúa þeim á latínu, ef guð
unni honum lífs og heilsu, svo að biskup (Worm) og
aðrir lærðir menn í Höfn geti séð þær, en Árni Magnús-
son hafi lofað að lesa prófarkir af þýðingu nýja testa-
mentisins. Með bréfi þessu kveðst biskup senda Worm
eitt eintak af postillu sinni.
Ég hefi getið þessara bréfa sérstaklega sakir þess, að
þau eru hið siðasta, sem lil er frn hendi biskups, en
1) Öxi þessi var gefin Skálholtskifkju um miðja 17. öld af Jóni lögréttu-
manni Jónssyni i Oddgeirshólum, og ætla menn, að hann liafi sjálfur smiðað
hana.