Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 45
40
Hannes Þorsteinsson: Prestafélagsritið.
mundi ekki Brynjólfur, Jón Árnason eða Finnur gert
hafa.
III.
Frúsögn séra Porsteins Ketilssonar á Hra/nagili.
Haustið 1713 var Forsteinn Ketilsson, er verið hafði
nokkur ár í þjónustu Páls Vídalíns, vígður til kirkjuprests
í Skálholti, og þjónaði því embætti til nýárs 1717, að
hann fór norður að Hrafnágili, er hann hafði fengið veit-
ingu fyrir, samkvæmt eindregnum meðmælum Jóns bisk-
ups, er lét sér mjög ant um frama hans, og kvað hann
hafa ágætis gáfur sem ræðumaður. En séra Þorsteinn
sagði sjálfur svo frá síðar, að Jón biskup hefði farið með
hann sem bezti faðir með barn sitt, og ekki út af þvi
borið fyrstu prestskaparár sín, að hann gengi á fund bisk-
ups daginn fyrir hvern sunnudag og hvern annan helgan
dag, og sýndi honum prédikun sina, og hefði biskup þá
lesið hana yfir, lagfært hana og sagt sér munnlega til,
hvernig hann skyldi hafa það og það, eða hverju hann
skyldi breyta, og þetta hefði gengið svo full 2 ár, en á
hinu 3. ári kvaðst séra Þorsteinn hafa komið til biskups
eftir venju einn laugardag um sumarið; hefði biskup þá
verið í einhverjum önnum og gestir hjá honum; hefði
biskup þá sagt við hann: »Ég veit, hvað þú vilt mér; nú
hefi ég ei stundir til að gegna þér, far þú þinn veg og
þarftu ei oftar til min að koma þessara erinda, því að
nú ert þú svo kominn, að ég hefi ekkert að setja út á
prédikanir þínar«. Séra Jón prófastur Kon áð'vson á Mæli-
'felli (j 1850), er frá þessu hefir skýrt í Preslaæfum sínum,
segir ennfremur, að séra Þorsteinn hafi elskað Jón biskup
Vídalín mikillega og framar öllum öðrum, skyldum og
vandalausum, og svo nær sem hann tryði á hann. Frá-
sögn þessi lýsir einkar vel, hversu ant biskup hefir látið
sér um þá, er honum voru við bönd, og hæfileika höfðu
til að færa sér í nyt leiðbeiningar hans. Er enginn efi á
því, að jafn andríkur mælskumaður sem Jón biskup hefir