Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 46
Prestafélagsritið.
Jón Vídalín.
41
haft allmikil áhrif á klerkdóminn sem kennimaður, eink-
um á þá klerka, er nánust kynni höfðu af honum. Og
það má telja vist, að séra Þorsteinn Ketilsson hafi tekið
sér ræðusnið eftir honum, enda hælir Harboe prédikun
hans við visitasíu á Hrafnagili 26. ágúst 1742 (hafi
prédikað »med megen Opbyggelse og Eftertryk«). þótti
Harboe svo mikið til séra Þorsteins koma, að hann
stakk upp á honum sem fyrstum (nr. 1) til biskups-
embættis á Hólum í bréfi til Kirkjuráðsins 5. sept. s. á.
(1742), og hefir það ekki áður kunnugt verið1). En séra
Stefán Einarsson í Laufási nefnir Harboe næstan honum.
Síðar minnist Harboe eingöngu á séra Stefán sem bisk-
upsefni nyrðra, og mun það stafa af þvi, að séra Þor-
steinn hefir færzt undan að takast þennan vanda á hend-
ur. Hann andaðist haustið 1754, 66 ára gamall, og þólti
verið hafa hinn mesti merkisklerkur.
IV.
Uppástunga um minnismerki uið Sœluhús.
Þá er Ludvig Harboe fór úr Skálholti sumarið 1745 í
eftirlitsferð til Vestfjarða2) ásamt ritara sínum Jóni Þor-
kelssyni, fyrrum skólameistara, tjölduðu þeir við Sæluhús,
þar sem Jón biskup Vídalín hafði andazt, og eins á leið-
inni að vestan aftur. Voru þá liðin 25 ár frá láti biskups,
og barst þá í tal milli Harboe og Jóns, að vel ætti við,
að Jóni biskupi væri reistur minnisvarði á þessum dán-
arstað hans við Sæluhús. Mun Jón Þorkelsson hafa átt
frumkvæði að þeirri uppástungu, og fól Harboe honum
að semja áletranina (grafskriftina). Frá þessu skýrir J. Þ.
í bréfi til séra Hjalta prófasts Þorsteinssonar í Vatnsfirði,
ds. í Khöfn 8. maí 1748, sendir honum sýnishorn, er
1) Sbr. bréf i Rikisskjalasafni Dana.
2) Harboe visiteraði i raun réttri ekki kirkjurnar i Skállioltsbiskupsdæmi,
c:ns og margir hafa ætlað, heldur stefndi liann klerkunum saman á ákveðna
staöi og spurði þá spjörunum úr til að grenslast eftir þekkingu þeirra og á-
standi saínaða þeirra. Sendi liann svo Kirkjuráðinu skýrslu um þessar yíir-
heyrslur og oru þær í Rikisskjalasafni Dana, fróðleg skjöl og merk.