Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 55
50
Hannes Þorsteinsson:
Prestafélagsriliö*
fyrir timanlegan dauða burtkallaður (hvað honum mjög
svo til hjarta gekk). Tók hann sig því strax til að reisa
þangað til að veita hans útför virðingu með sinni nálægð,
og hafði ásett sjálfur að gera likprédikunina yíir sál. pró-
fastinum. Reisti því að heiman þann 26. Augusti á þessu
sumri 1720 og að kvöldi þess sama dags hafði náttstað í
Sæluhúsum við Kvigindisfell. Þá sömu nótt tók hann og
varð sjúkur, og var því jafnaðarlega að biðja guð sér
til hjálpar, og befala honum sinn anda. Lá hann svo þar
i þrjá daga inn til þess 30. sama mánaðar. Um morgun-
inn snemma lét hann kirkjuprestinn séra Ólaf Gislason lesa
hjá sér guðs orð, og það í tvær reisur, og á meðan hafði
hann þungar andvarpanir í hjartanu til guðs, hvað þeir
glögglega merkja kunnu af útvortis hræringum, sem hjá
honum voru, og strax að því enduðu fékk hann hægt
andlát að líðandi dagmálum, sem var daginn næstan eftir
höfuðdag Jóhannis Baptistæ, á sins aldursári 54., en
biskups embættis 22., nær hann hafði innvígt til kenni-
mannlegs embættis 106 presta, farandi svo í friði héðan í
þá eilífu dýrð og gleði til síns endurlausnara Jesum
Kristum.
Guði sé lof, sem hann gaf og honum lífið lénti. Guði
sé lof, sem hann vel og lukkusamlega hér fram leiddi.
Guði sé lof, sem hann svo dáðsamlega heim til sín kallaði,
hver eftir sinum blessuðum náðar fyrirheitum virðist að
vera einkahjálp og huggun hans eftirlifandi og sárt syrgj-
andi egtahústrúr, veleðla höfðings matronæ Sigriðar Jóns-
dóttur, og gleðji hennar hjarta með hugsvölun síns góða
heilaga anda, gefandi henni staðfasta trú og þolinmæði
alt til enda. En varðveiti þann syrgjandi hóp og söfnuð
guðs barna í þessu stifti, ásamt alla réttrúaða, alt inn í
eilíft líf. Amen.