Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 57
52 Valdimar Briem: PrestaféiagsríUí.
Mig sundlar hér uppi’ í bröttum björgum,
það betra’ er í lágum dölum.
Þó hefi’ eg enn góða heimvon.
- , /. Ég oft hefi vilst i veraldarglaum,
þótt veginn ég öðrum sjTndi.
Guð vísaði mér á veginn aftur,
þann veg, er ég sjálfur týndi.
Pví hafði ég góða heimvon.
Nú hér er ég kominn hálfa leið,
en hverfa verð þó til baka.
Fyrst er það minn guð, sem á mig kallar,
því eflaust er gott að taka.
Hjá honum svo góð er heimvon.
Ég hér vil nú þreyttur og þyrstur á,
og það er ei fjarri »Brunnum«.
Ó, svala mér, ljúfi lífsins lierra,
á lifandi náðar-unnum.
Ég héðan á góða heimvon.
Hér blasir svo fögur brekkan við,
hér bezt er í nótt að liggja.
Ei fyr hefi’ eg séð svo fagrar hlíðar;
en farið er nú að skyggja.
t*ó hér á ég góða heimvon.
Fað kólnar nú ört, það kemur haust,
af kvistunum laufin falla.
Ég sjálfur fer nú að fella laufin,
því farið er sumri’ að halla.
Æ hefi’ eg þó góða heimvon.
Ég kviðið hefi’ oft fyrir Kaldadal,
ég kvíða þarf ekki núna.