Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 63
58
Haraldur Níelsson:
Prestaíélagsritið.
fer út að fiska«. Þá vilja hinir fara líka. Síðan leggja
þeir af stað og stíga í bátinn. En þá nótt fengu þeir
ekkert.
Lítill efi er á þvi talinn, að höfundur guðspjallsins leggi
annað og meira inn í söguna. Viðburðurinn var raunveru-
legur í augum hans, en jafnframt var hann tákn annars.
t*að er höfuðeinkenni á Jóhannesar-guðspjalli, að höfundur
þess notar frásögurnar til að birta annan dýpri sannleik;
þær eru honum jafnframt einskonar dæmisögur. Og með
þessari frásögu lætur hann oss renna grun í, hvernig fari
fyrir þessum lærisveini, sem nú er orðinn aðalforingi hins
fámenna hóps, þegar hann sé orðinn mannaveiðari. Bát-
urinn er höfundinum ímynd kirkjunnar, og netið, sem út
er varpað, er net kristniboðsins. Sé sagan skoðuð i því
Ijósi, þá má ekki hvað sízt segja, að hún byrji dapurlega.
»F*á nótt fengu þeir ekkert«. En hún kann að vera lær-
dómsrík, eins fyrir því, fyrir yður alla, tilheyrendur mínir,
en ekki sízt fyrir oss, sem enn fáumst sérstaklega við að
leggja net kristniboðsins eða kirkjunnar.
Ég þori að fullyrða, að þeir eru margir boðberar kristin-
dómsins víða um lönd á vorum dögum, sem finst þeir
hafa setið heila, langa nótt og ekkert fiskað. Ég hygg, að
sumir meðal vorrar litlu þjóðar finni sárt til þessa. Sár
vonbrigðatilfinning hefir lagst yfir sálir sumra þeirra, eins
og yfirleitt yfir hugi fjölda manna víðsvegar í kristninni.
Og það er ekki neitt undarlegt. Ástand kirkjunnar er
vissulega mjög svo tilfinnanlegt áhyggjuefni, þeim er bera
hag hennar fyrir brjósti og hafa ekki gleymt því, hvað
hún hefir verið vestlægum þjóðum á umliðnum öldum,
þrátt fyrir alla ófullkomleika sína.
Flestir hafa að líkindum tilhneiging til að kenna boð-
berum kristindómsins um það, hve aumlegt ástandið er í
kirkjunni. Og sízt vil ég bera á móti því, að prestastéttin
eigi nokkura sök á því, hve fólk er víða orðið afhuga
boðskap kirkjunnar. En minnist þess þá einnig, að fiski-
mennirnir ráða því engan veginn altaf, hvernig veiðist.