Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 65
60
Haraldur Níelsson:
Prestaiélagsritið.
og myrkrið horfið, þá sáu þeir Jesú standa á ströndinni.
Parna var hann! Hann vissi alt um hagi þeirra. t*arna
stóð hinn sami Jesús, sem eitt sinn hafði sofið í bátnum,
þá er stormhrynurnar komu ofan af fjöllunum og bátinn
hafði nærri því fylt; hann, sem þeir þá höfðu vakið með
þessum orðum: »Meistari, hirðir þú ekki um, að vér för-
umst«; — hinn sami meistari þeirra, er eitt sinn hafði
komið gangandi á vatninu, er hann sá, að vindurinn var
í móti þeim og þeim gekk róðurinn örðugt; sá hinn sami,
er bauð Pétri að koma til sín gangandi á vatninu og
bjargaði honum, er hann tók að sökkva. Hann, hinn sami
drottinn þeirra, var enn að hugsa um að bjarga þeim,
hjálpa þeim. Alla nóttina höfðu þeir stritað og ekkert
fengið. En þegar birti af degi, þá sáu þeir Jesú standa á
ströndinni.
Kemur ekki eitthvað af vorlofti yfir sál vora, er vér
hugsum um þetta? Á ekki þessi frásaga heima í boð-
skap þeirra fjörutíu daga? Vér komum út úr dauðans
skuggadal inn í dýrlegt ljós og frelsi guðs barna. Á ekki
við, að vér einmitt þennan tíma kirkjuársins lítum á alla
hluti í ljósi upprisunnar? Litið á alla harma lifsins, í
hverju sem þeir eru fólgnir, hvort beldur það er ástvina-
missir eða vonbrigði, lítið á þá í Ijósi upprisunnar. Látið
páskana vera yður páska í raun og sannleika. Lítið á
það alt í ljósi hins upprisna Krists. Vér boðum enn
»fagnaðarerindið um Jesú og upprisuna« (Post. 17, 18). Ég
veit ekki, hvaða erfiðleikar kunna enn að vera fram und-
an oss né hvaða skuggar kunna að lenda á vegi vorum.
Ég veit ekki nema einhver nótt þrautanna kunni enn að
biða þin eða mín, nótt, sem þetta á við um: »Þá nótt
fengu þeir ekkert«. En ég veit, að engin nótt er eilif.
Pegar minst varir, birtir af degi. Sú nótt, sem er ískyggi-
legust allra, er nótt syndarinnar og það örvæntingarmyrk-
ur, sem að lokum leiðir af því, að gefa sig henni á vald.
En lika inn í þá nótt fær Ijós upprisunnar skinið. Engin
dagrenning er þeirri fegurri, þegar syndarinn gerir þá