Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 66
Prestafélagsritið.
»En er birti af degi —«.
61
uppgötvun, að hann hefir setið langa nótt, þjónað lágum
hvötum sínum, lifað eftir fýstum holdsins, leitandi þess
unaðar, sem ávalt var svikinn, síþaggandi niður mótmæl-
andi raddir síns æðra eðlis, og altaf orðið þreyttari og
þreyttari, unz honum loks verður þetta ljóst: »þá nó'tt
fékk ég ekkert«. Og þegar tekur að birta, þá er það sama
sagan, sem endurtekur sig: Kristur stendur á ströndinni.
Þá er hin innri upprisa að fara fram, Ivristur að risa upp
í hans eigin sál, hans eigið eilífa eðli að vinna bug yfir
nóttinni, yfir veikluðum vilja, yfir syndsamlegum löngun-
um og illum venjum. »Fyrst þér því eruð uppvaklir með
Kristi, þá keppist eftir þvi, sem er hið efra« (Kól. 3, 1).
Upprisutrúin í þeim skilningi felur í sér mikið fyrirheit,
fari menn að trúa því af alvöru og haga lífi sínu eftir
því, að kristseðlið sé insti kjarni sérhverrar sálar og
að aldrei verði maðurinn sæl), meðan hann heldur því í
fjötrum. Engin trú er í sannari ætt við vorið en sú. Þá
birtir fyrst í sálu syndugs manns, er náðaráhrif guðs fá
vakið hinn guðlega neista hans eigin eðlis og Kristur tek-
ur að fæðast í sál hans og ummynda alt hið ófullkomna
og lága. Vöxtur og þroski vorsins er hvervetna undrunar-
verður, en hvergi beygir hann oss til meiri lotningar en
þegar svo tekur að vora í sál syndugs manns.
»Þeir fóru af stað og stigu í bátinn, en þá nótt fengu
þeir ekkert«. Nú eru þjóðirnar sem óðast að gera upp við
sig, hvernig þeim hafi tekist veiði sín, sú er þær hafa lagt
stund á undanfarin ófriðarár. Sú nótt hefir verið löng —
bráðum full fimm ár. Enginn kristinn maður fær neitað
því, að alt það tímabil hafi borið einkenni ömurlegrar
nætur. Vísast er dýpsta rótin undir allri styrjöldinni hin
æðisgengna samkepni um jarðneska fjármuni og sem full-
komnust veraldargæði. En hver er útkoman? Gífurlegra
eignatjón en veröldin hefir nokkuru sinni þekt, hin hræði-
legasta dýrtíð um öll lönd og hið sárasta hungur með
sumum þjóðum — auk alls hins ógurlega mannfalls. Og