Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 67
62
Haraldur Níelsson:
Prestaíélagsrllið.
skuldaþunginn orðinn svo afskaplegur hjá ófriðarþjóðun-
um öllum, að afleiðingar hans hljóta að koma niður á allri
þessari kynslóð, svo að segja um hnöttinn allan, og á
komandi kynslóðum í fleiri liðu. 1 sannleika eiga þessi
orð við um ástandið í álfu vorri eins og það er nú: »Þá
nótt fengu þeir ekkert«. Þetta er að verða öllum ljóst.
Það er óhugsandi annað en það ristist fast, eigi að eins
inn í meðvitund vorrar kynslóðar, heldur og á spjöld
sögunnar, komandi kynslóðum til lærdóms og viðvörunar.
En er tekið að birta? Verðum vér ekki að spyrja, eins
og spámaðurinn forðum: »Vökumaður, hvað liður nólt-
inni?« Grúfir ekki myrkur hörmunga yfir sumum lönd-
unum enn? Og sjáum vér enn fyrir endann á öllum þeim
skelfingum? Er ekki von vor dauf um fullar sættir milli
ófriðarþjóðanna sumra, eftir því sem nú á horfist? Hlyti
ekki svar vort að verða eitthvað líkt og hjá spámannin-
um: »Vökumaðurinn svarar: Morguninn kemur, og þó er
nótt« (Jes. 21, 11 —12)? Já, sumum finst enn vera nótt,
en öðrum sýnist komin töluverð skíma. En vísast af öllu
er þetta: Morguninn kemur! Vér megum ekki gleyma að
líta á ástandið alt nú i ljósi upprisunnar. Ef mennirnir
væru einir um stjórnina, þá hefðum vér ástæðu til að
vera vondaufir. En þeir eru ekki einir um hana. Þegar
alt sést til fulls, mun koma í ijós, að jafnvel keisarar og
voldugir hershöfðingjar réðu litlu. Vér erum ekki látnir
afskiftalausir. Vér erum svo neðarlega i lífsstiganum. Æðri
veraldir eru oss ofar. Og guð sér um, að þaðan komi
þjáðu mannkyninu hjálp. Og guð er alstaðar. Enginn er
sá staður til, þar sem hann er ekki. Guð hefir verið á
orustuvöllunum eins og heima í hlutlausu löndunum, og
þúsundir þjóna hans og ósýnilegra hjálpara hafa verið
með hinum særðu og deyjandi, eins og þeir oftlega eru
með oss. Enn geta einstaklingar og heilar þjóðir ávarpað
guð með orðum hins forna sálmaskálds: »Hvert get ég
farið frá anda þínum og hvert flúið frá augliti þínu? Þótt
ég slígi upp i himininn, þá ertu þar, þótt ég gerði undir-