Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 69
64
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið.
hinu gamla kerfi haturs og sjálfselsku í nýtt fyrirkomulag
elsku og bræðralags. Hugsið yður hann sem forseta frið-
arfundarins og alla fulltrúana þar gagnsýrða af hans anda
og hlýðni við hann. Hversu ólíkar mundu þá ræðurnar
hafa orðið, sem sá fundur var settur með. Hversu mundi
þá verða miðlað málum með sanngirni og hve mundi
réttlætið fá að njóta sin i deilumálunum. — Er ekki mjög
svo sennilegt, að þessi börmunganótt hafi skapað einhver
þau skilyrði með mannkyninu, að eftir þetta verði það
næmara en áður fyrir nýjum áhrifum frá honum? Hvernig
þeirra verður vart, getum vér ekki gert oss grein fyrir,
sem enn erum undir áhrifum næturinnar; en þegar birtir,
munum vér sjá hann á ströndinni. Og er ekki hin mikla
breyting, sem nú er fram að fara á sviði trúmálanna, bor-
in fram í hans anda og af hans anda? Það þarf ekki að
undra oss, þó að lærisveinar hans margir — ef til vill
flestir — fái ekki enn komið auga á, að hún stafi frá
honum. Jafnvel Pétur þekti hann ekki á ströndinni forð-
um, þá er birti. Þeir uppgötvuðu ekki, hver hann var,
fyr en þeir höfðu reynt hið njTja ráð, er hann gaf þeim;
breytt um aðferð eftir bending hans, lagt netið annar-
staðar út frá bátnum. Þá var það, að þeir gátu ekki dreg-
ið netið fyrir fiskmergðinni. Og enn duldist það Pétri,
hver hinn ókunni maður var. En sá lærisveinninn, sem
Jesús elskaði, þekti hann fyrstur og sagði við Pétur: »Það
er drottinn«. Eins fer nú, er birta tekur. Þótt áhrifa hans
taki að verða vart og hann jafnvel gefi bendingar um að
breyta til um margt, þá trúa lærisveinar hans því ekki
og fá eigi skilið, að breytingarnar stafi frá honum. Ekki
fyr en blessunin af þeim breytingum fer að koma í ljós í
stórum stíl. Þá opnast augu þeirra, sem innilegast elska
hann og fúsastir eru að hlýða honum. Og þeir ljúka síð-
an upp augum æ fleiri lærisveina.
Þegar sú afturelding kemur í fylling sinni, ekki aðeins
fyrsta skíman, heldur bjartir brágeislar morgunsins gegn-
um Ijóshliðið — það verður dýrlegur dagur.