Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 70
Prestaiéiagsritið. »En er birti af degi —«. 65
»Leggið netið hægra megin við bátinn«. Þá fara menn
effir bending hans og bera fram hið sanna fagnaðarerindi
elsku og bræðralags. Þá taka menn að rækja boðorð hans
um að eyða hatrinu með fyrirgefandi kærleika. Þá heyra
þeir beiðni hans til vor allra um, að vér eigum að trúa
á guðseðlið í öllum mönnum og vinna sjálfir að sá!u-
hjálp vorri, af því að það er guð, sem verkar í oss bæði
að vilja og framkvæma. Þá skilst oss betur en áður, að
það er styrkur mannsins gegn öllu hinu lága að mega
og geta trúað því, að vér erum allir guðs ættar. Þá efast
menn ekki lengur um, að vér erum fyrst og fremst and-
legar verur, sem dveljumst aðeins stutta stund i þessum
efnislíkama. Sú þekkingarvissa flytur nauðstöddum gleði-
jegan boðskap og leysir aðra úr fjötrum efnishyggjunnar;
hún mun »láta liinum hreldu í té höfuðdjásn í stað ösku,
fagnaðarolíu í stað hrygðar, skartklæði í stað hugarvíls«
{Jes. 61, 3). Boðskapur þess nýja dags lætur oss hætta
að trúa á mátt hins lægsta og lúalegasta í manneðlinu,
en vekur trú á hið göfugasta í því. Hann bendir oss aft-
ur á farsældarleiðina með því að sýna oss, hversu sjálfs-
elskan grefur sjálfri sér gröf óumflýjanlega og endar í
vonbrigðum. Hann hlýtur að ryðja meira jafnrétti braut,
svo að mönnum sé ekki þúsundum saman varnað að
nota jarðlífið til þess þroska, sem þeim er ællað að ná
hér. Og skiljist mönnum það af alvöru, hve heimskulegt
verður þá æði samkepninnar, en sjálfsögð samvinnuleiðin
og bræðralagið. Fátækum og veikum verður þá betur sint.
Hve blóðug synd, að fótum troða lítilmagnann.
Það er óhugsandi annað en að mönnum skiljist það
efíir þessa löngu nótt, að kristnu þjóðirnar, er sig nefna
svo, eru alls ekki byrjaðar að lifa kristilegu þjóðlífi —
eða þá löngu hættar því. Enginn neitar því, að kristin-
dómurinn hafi haft víðtæk áhrif á heimilislífið í mörgum
löndum, en frá þjóðfélagsins hálfu hefir hann aðallega
verið fólginn í því að halda uppi fræðslu í ákveðnu trú-
arlærdómakerfi, sem kennimönnum og fræðurum æsku-
Prestafélagsritið. 5