Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 71
66 H. N.: »En er birti af degi —«. Prestafélagsritið.
lýðsins hefir verið boðið að halda sér við. Hitt hefir
fæstum komið til hugar, að meginreglur Krists ættu að
gagnsýra þjóðlífið alt. í stað þess að hugsa um það, hafa
mennirnir i blindni sinni sett saman fræðikerfi um Krist
og haldið því fram, að sáluhjálparleiðin væri í því fólgin
að samþykkja það kerfi. Sá mikli misskilningur er nú
óðum að hverfa. Það er kominn tími til, að vér losum
oss við ósanna og úrelta trúarlærdóma. Vér verðum að
læra að varpa netinu annarstaðar en vér höfum gert.
Mannkynið er statt á miklum tímamótum. Og öll tíma-
mót vekja nýjar vonir. Postuli drottins, sá þeirra er mest
hafði reynt og mest lifað, orðaði sínar vonir svona:
»Liðið er á nóttina, en dagurinn í nánd; leggjum þvi af
verk myrkursins og klæðumst hertýgjum ljóssins« (Róm.
13, 12).
»En er birti af degi, stóð Jesús á ströndinni«. Meðan
myrkrið grúfði yfir, vissu lærisveinarnir ekki, hve nærri
þeir voru ströndinni. Það er eins um mannkynið. Til
þessa hefir það ekki vilað, að strönd ósýnilegrar álfu væri
svo nærri oss. Þegar fiskimennirnir í bátnum — manna-
veiðararnir — uppgötva það alment, fara fleiri þeirra að
þekkja drottin sinn þar á ströndinni og þá heyra þeir
hann gefa nýjar leiðbeiningar um breyttar aðferðir; og
þá vonum vér, að árangurinn af starfi þeirra verði meiri
og blessunarríkari.
Já, kom þú, drottinn Jesús!