Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 72
Prestafélagsrilið.
HVAÐ ER KÆRLEIKUR?
Erindi flutt fyrir kirkjugestum.
Eftir séra Þorstein Briem.
Ég ætla i dag að spyrja yður einnar spurningar. Og
spurningin er um eitt af þvi, sem mest hefir verið tignað
og göfgað, en jafnframt mest smáð og fyrirlitið í heimi
þessum; um eitt af þvi, sem allir menn þekkja að ein-
hverju leyti, en enginn þekkir þó til fulls og efast verður
um, að nokkur maður fái nokkru sinni að þekkja til fulls.
Ég ælla að bera upp þessa spurningu:
Hvað er kærleikur?
Kærleikann hafa menn tignað og göfgað — tignað og
göfgað jafnvel með því að fórna lífi sínu og hjartablóði í
hans þjónustu. Og kærleikann hafa menn smáð og fyrir-
litið. Menn hafa rægt og rógborið kærleiksverk. Menn hafa
tortrygt þau. Menn hafa smánað þau hjá föðurlandsvin-
um, hjá postulum og kristniboðum, — hjá makanum, hjá
heitsveininum og heitmeyjunni.
Hvað er þá þetta, sem svo mjög er bæði tignað og
fyrirlitið, göfgað og smánað? Hvað er kærleikur?
Eitt af því, sem blöðin segja, og margur segir eftir blöð-
unum, að prestarnir eigi að tala um fyrir fólkinu, sem
kemur og kemur ekki í kirkjurnar, er um kærleika. Mér
skilst, að ef presturinn ætlar sér að verða tízkuprestur,
ætlar sér að fylgjast með tímanum, sem svo er kallað, þá
eigi hann að tala um kœrleika, umburðarlyndi og kær-
leika.
Aftur á móti er mér það ekki jafnljóst, hver áhrif það
mundi hafa, ef presturinn bœði um umburðarlyndi og
kærleika. Og þaðan af síður er mér ljóst, hver áhrifin