Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 73
68
f’orsteinn Breim:
Prestafclagsritið.
yrðu, ef hann krefðist kærleika. Ef hann tæki til að benda
út um kirkjuna og horfði fast inn í augu hvers eins og
segði: Þú sem hatar, þú átt að elska. Þú sem sérð of-
sjónum yfir velgengni annara, þú átt að elska. Þú sem
berð róg, þú átt að elska. Þú sem flj'tur sögur og bak-
mælir náunga þinn, þú átt að elska!
Ég hefi ekki áttað mig á því, hvort slík persónuleg
krafa um skilyrðislausan kærleika mundi auka prestinum
fylgi, hjá þeim, sem þættust geta tekið orðin til sín, fram
yfir einhvern annan, sem talaði um þetta alment og óá-
kveðið, svo sem átt væri við mennina úti í löndunum,
sem hafa verið að berjast, eða þá mennina, sem búa hinu-
megin á hnetti vorum.
Hvað er kærleikur?
Kærleikur er fagurt orð, vinsælt orð, tungumjúkt orð.
Og það er að verða tungu/amf orð, orð sem tízkan hossar,
bæði i ræðu og riti.
En er kærleikurinn þá ekkert annað en orð? Ef spurt
væri um, í hverju kærleikurinn og umburðarlyndið kæmi
helzt fram, þá geri ég mér í hugarlund, að margur mundi
svara, að hann kæmi helzt fram í orðunum. Ef til vill
ekki sérstaklega í orðum um mennina á bak, heldur í
almennum og ópersónulegum orðræðum manna.
En er þetta þá ekki nóg? — Jú, stundum halda menn,
að þetta sé nóg. — Margur heiti brugðinn sveinn, og
mörg tæld og svikin mær, hefir í upphafi haldið að marg-
endurtekin kærleiksorð/n væru nóg.
Öli erum vér því marki brend, a. m. k. þegar vér eig-
um að inna af hendi kærleika, að halda, að orðin séu
nóg. Og þó kemur það fyrir, og það ef til vill oftar en
nokkur maður veit, að jafnvel ekki orðin eru of ríkulega
úti látin.
Það er bæði vinsælt og tízkunni samkvæmt að tala mu
kærleika. Það er líka tiltölulega ekki svo mjög erfilt. —
En hitt er ekki eins mikið uppi í tízkunni, að taia af
kærleika. Það er líka talsvert miklu erfiðara. Og ekki