Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 75
70
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritid.
hægast að sjá, hvernig mannseðlið í raun og veru er, með
því að athuga börnin og þá, sem vitgrannir eru kallaðir.
Gáum þá að börnunum! — Eiga þau ekki ofurbágt með
að trúa því, að sælgætið sé þeim ekki betra og hollara
en heilsumeðalið, sem þau eiga að taka inn, beizkt og
ramt? — Og þótt brjóstsykurinn sé skreyttur litum, sem
innihalda svo og svo mikið af eiturefnum, þá gerir það
ekkert til. — Sykurinn er því fallegri og svo góður á
bragðið.
Kemur ekki þarna sjálft manneðlið í ljós?
Alt óþroskað manneðli a. m. k. metur gildi hlutanna
eftir bragðinu og litnum. Og heilsusamleik andlegra bluta,
andlegu stefnanna og kenninganna, meta óþroskaðir menn
líka eftir litnum, eftir áferðinni, eftir bragðinu og eftir því,
hve orð þeirra, sem kenninguna flytja eru þægileg og sæt
í gómi.
Hvort litfegurðin og gómbragðið hefir að innihalda svo
og svo mikið af óhollum efnum, það eiga börn og jafnvel
fullorðnir ekki æfinlega svo gott með að sjá eða greina.
Manneðlið kemur í ljós hjá börnunum.
Og eftirtektin sýnir, að menn telja það jafnaðarlegast
mesta gæzku og kærleika, að veita mönnum það, sem
þeim er þægilegast í svipinn, — að haga orðum og gerð-
um sem nánast eftir því, hvort mönnum líkar það vel eða
ekki.
Og að menn meta kærleikann jafnaðarlegast eftir þessu
einu, það geta menn ljósast séð af þvi, hvernig menn tala
og dæma um guðs kærleika.
Menn eru alment sammála um að kalla það kærleiks-
merki hins mikla alheimsstjórnara, að hann lætur sólina
skína, — að hann sendir oss vorið sólhjTrt og brosandi
og lætur grösin gróa og björgina berast oss í skaut. Og
svo er um sérhvern vorgeisla, sérhvert sólarskin bliðu og
meðlætis, sem oss er sent mönnunum. Vér eigum ekki
erfitt með að kalla það kærleika.
En ég hefi ekki orðið þess var, að inönnum kæmi