Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 76
Prestafélagsritið.
Hvað er kærleikur?
71
saman um að kalla það kærleika, þegar stjórnari alheims-
ins sendir oss harðræði nokkur. Óblíðu náttúrunnar og
hina ströngu ögun ískaldra hríðaréljanna nefna menn
ekki kærleika, heldur eitthvað annað. Og þó getur verið
ástæða til að athuga þessa almennu skoðun og gá nánar
að, hvort hún er rétt eða ekki.
Og gáið þá að! Ferðist í huganum burt frá kalda land-
inu voru, þar sem hver málsverður kostar jafnaðarlegast
svo mikið erfiði, ferðist héðan suður í löndin, þar sem
menn geta legið í sólarvarmanum allsnaktir undir pálma-
viðunum allan daginn, og þurfa ekkert annað fyrir lífinu
að hafa, en að taka ávextina niður af trénu til að eta;
þar sem eitt einasta tré, sem vex af sjálfsdáðum umhirðu-
laust, gefur nægilega ársfæðu einum manni.
Er ekki munur á, hve guð er þessum mönnum kær-
leiksríkari heldur en oss?
Líklega munu margir segja já við þeirri spurningu.
En er nú vert að kveða já við henni samstundis? Er
ekki rétt að gæta þess fyrst, að hvaða gagni gjöfin verður?
Lítið á blámanninn undir trénu!
Er hann fullkomnari en vér?
Hann sem ekkert þarf að vinna. Hann sem ætti að geta
notað allann daginn, viku eftir viku og ár eftir ár, til
þess eins að fullkomna anda sinn og mannast! Er hann
fullkomnari? Er hann mannaðri? Er hann þroskaðri, and-
lega eða líkamlega? — Nei. — Hann vantar alla menning
og nenning. Erfiðisleysið og fyrirhafnarleysið um alt hefir
gert hann latan og dáðlausan, ósiðaðan og ófæran að
gegna hlutverkum lífsins. Erfiðislausar þjóðir eru jafn-
framt dáðlausar þjóðir,*hvar á jörðu, sem eru.
það er þá líka næsta merkilegt, að þjóðirnar, sem nú
eru alment taldar bezt mentar og framfaramestar, eru ein-
mitt í þeim löndum, sem norðlægari eru, erfiðari og óblíð-
ari, eftir almennum mælikvarða.
Skal það þá geta átt sér stað, að óblíða veðráttan og