Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 77
Prestafélagsritid.
72 Þorsteinn Briem:
erfiðið, sem hún knýr fram, sé mönnunum einmitt mesta
kærleiksgjöfin?
Er það þá i raun og veru þannig, að harðneskjan, sem
vér köllum svo, sé oss í sannleika vottur um enn meiri
kærleiksgæzku, heldur en hin auðuga gjafagnótt ylrikrar
sólarbliðu?
»Ertu kannske farg, sem þrýstir íjöður« segir skáldið
um hafísinn. — Sjálfsagt hefir harka og óblíða lands
vors verið nauðsynleg kenning og hvatning oss sem landið
var gefið. Og sjálfsagt eru allir erfiðleikar mannanna ein-
mitt ætlaðir til þess að vera »farg, sem þrýstir fjöður«,
eins og skáldið segir, — vera þróttæfing, vera stríð, sem
stælir og gefur hinn dýrasta sigur að lokum. Því að þar,
sem ekkert stríðið er, þar er enginn sigurinn.
Gæti oss ekki verið gagn að muna þetta? Muna það í
starfi og striði, muna það í meðlæti og mótlæti, muna
það í gleði og sorg?
Guð er ekki alt af eins og vér viljum hafa hann. Hann
er ekki alt af eins og þeir, sem tala mest um kærleikann.
Hann er ekki alt af mjúkur í tali sínu til vor mannanna.
Hann er oft byrstur og vægðar- og vorkunnarlaus við
mennina hér á jörðu.
Ef vér eigum að skoða náttúruna og heimsviðburðina
sem rödd hans, og annað getum vér ekki, þá eru þær
raddir oft engin blíðmæli í venjulegum skilningi þess
orðs. Hann er eins og sá, sem talar til þjóðar sinnar af
kærleika. Hann gefur vægðarlausar áminningar. Hann
skeytir því engu, hvort mönnum í bráðina líkar hetur
eða ver, þegar hann veit að sterka og þunga röddin ein
verður þjóð hans til góðs. Hann talar jafnvel i þungum
dómsorðum, þangað til menn mega til að taka eftir og
taka þau til greina. Hann talar laðandi og leiðandi, þegar
þess þarf með. Og hann talar þrumandi og dæmandi,
þegar þess þarf með. Þannig hafa brautryðjendur þjóð-
anna talað. Þannig hafa spámenn þjóðanna talað. Þannig
hefir Jesús Kristur talað. Þannig liefir guð talað.