Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 78
Pre slafélagsritiö.
Hvað er kærleikur?
73
Og þannig talar guð enn. 1 náttúrunni, í heimssögunni,
í lifi þjóðanna og í lífi einstaklinganna.
Stundum blitt, stundum strangt, stundum eins og hagl-
skúrir, stundum eins og sólarblíða.
Ekki er hægt að segja, að hann tali alt af mjúkt, eins
og sá, sem talar um kærleika, heldur bæði mjúkt og þungt
eins og sá, sem talar af kærleika.
Hvað er kærleikur?
Kærleikur er ekki orðin tóm! Kærleikurinn er ekki
æfinlega það, sem oss þykir þægilegast í svipinn, ekki
eintóm blíða, ekki eintóm eftirlátsemi við tilhneigingar og
eftirlanganir manna.
Pess vegna er það oft ekki kærleiki, sem vér nefnum
gæzku og kærleika. Og þess vegna er það oft sannastur
kærleiki, sem vér nefnum alt annað en kærleika eða gæzku.
Hvað er kærleikur?
Kærleikurinn er vilji — kærleikurinn er /órnfús vilji!
Ef þú þarft eða hefir löngun til að komast að raun um
kærleika annars manns, hvort heldur er unnusti þinn eða
unnusta, eiginmaður þinn eða eiginkona þín, þá geturðu
ekki sannreynt þann kærleika á orðunum einum, ekki
heldur á viðmótinu einu saman, ekki neinni ytri blíðu,
fyr en sú blíða hefir náð að koma fram i fórn — fórn-
fúsum vilja.
Ekkert er örugt merki kærleikans, nema það. Alt annað
getur svikið mann. Og hefir svikið margan manninn. Ekk-
ert er áreiðanlegur og óyggjandi voltur um elsku og kær-
leika, nema — fórnin.
Því að kærleikurinn er alls ekki, eins og menn alloft
ímynda sér, innifalinn í orðum eða blíðskap, og jafnvei
ekki heldur í taumhaldslausri eftirlátssemi við þann, sem
elskaður er. Kærleikurinn er vilji, sterkur, staðgóður,
brennandi vilji til að fórna sér, — fórnarvilji.
Þess vegna er svo erfitt að þekkja kærleikann. Þess
vegna fara menn oft svo vinavilt í veröldinni. Af því að
sá, sem réttir oss þurlega og þegjandi höndina, getur