Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 79
74
Þorsteinn Briem:
Prestafclagsritið.
verið oss í raun og veru velviljaðri og vinveittari en hinn,
sem kyssir oss vinarkossi.
Margt getur verið oss meira og minna Ijós eða óljós
bending um kærleika annars manns, en ekkert er oss full
sönnun kærleikans, nema fórnin. — Af því að kærleikur-
inn er ekki einungis tilfinning. Kærleikurinn er vilji, —
fórnarvilji.
Pað er ilt, hve oss veitir erfitt að þekkja kærleikann,
þekkja vinina í veröldinni. Mörgum manninum hefir liðið
öðruvísi i heiminum en vera þyrfti, vegna þess, hve það
er erfitt. Vegna þess að ekki er til nema eitt einastu óbrigð-
ult merki kærleikans — fórnin.
Það getur oft verið svo miklum erfiðleikum bundið, að
fá þetta merki.
Brúðurin, sem gengur ung og skrautklædd upp að alt-
arinu við hlið þess manns, sem á að verða lífsförunautur
hennar alt lífið, hún veit það jafnaðarlegast ekki, hvort
þessi maður elskar hana eða ekki. Hún getur ekki vitað
það með neinni óyggjandi vissu, svo framarlega sem þau
eru bæði ung og óreynd. — Hún hefir auðvitað innri
vissu um að svo sé, en hve oft hefir ekki sú innri vissa
brugðist í lífinu siðar, þegar raun átti að gefa vitni? — Og
ef þau eru bæði meðlætisbörn, þá geta liðið mörg ár, án
þess að hún viti það fullkomlega. Hún fær þá ef til vill
aldrei tækifæri til að reyna til hlýtar fórnfýsi hans. — En
ef þau verða mótlætisbörn, ef hún kemst í einhverja þá
lífsraun, að hann þarf að leggja sig allan i sölurnar fyrir
hana, þá fær hún að vita það fullkomlega, — en fyr ekki.
Þannig er og oftar í lifinu. Þeir menn, sem eru ham-
ingjubörn, halda sumir að öllum þyki vænt um sig, allir
séu sér velviljaðir. Aftur eru önnur óskabörn láns og vel-
gengni, sem halda að allir öfundi sig, allir vilji ofan af
sér skóinn, engir eða fáir séu sér velviljaðir. En báðir
geta farið villir vegar. Báðir dæma blindir um lit. Þeir
geta ekkert um þetta vitað með neinni vissu, fyr en þeir
verða að einhverju leyti mótlætisbörn, þurfa að ein-