Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 84
Prestaíelagsritið.
SÍMON PÉTUR.
Eftir Magnús Jónsson, dócent.
Ég sá þess nýlega getið i blaði, að þjóð ein ætlaði að
sæma aðra þjóð veglegri gjöf í þakklætisskyni fyrir mikl-
ar velgerðir og hjálp á undanförnum tíma. Nærri má geta,
að slíkar þjóðargjafir mega ekki vera neitt smáræði, ef
þær eiga ekki að verða til háðungar og vansæmdar, því
að þjóðirnar verða að miljónfalda þær tölur, sem gilda í
viðskiftum einstaklinganna. En þessi gjöf lét ekki mikið
yfir sér á yfirborðinu. Pað var dálítil leðurkylfa, vafalaust
lítilsvirði til þess að gera. En hún hafði verið í hendi eins
af ágætustu mönnum, er uppi hafa verið, og það á ör-
lagastundu lífs hans. Fyrir þetta eitt var þessi einfaldi
og verðlitli hlutur orðinn að slíkum dýrgrip, að á hana
var litið sem veglega þjóðargjöf.
Vér höfum hér skýrt dæmi þess, hve kraftarnir eru
starfandi í og umhverfis mikilmennin. Ekki að eins þeir
sjálfir, heldur og það, sem er í nánd við þá, það sem rás
viðburðanna ber inn í kraftbeltið umhverfis þá, fær nýtt
og aukið gildi, fær á sig eitthvert einkenni eða einhvern
keim hins mikla, sem veitir frægð og ódauðleika, hvort
sem það nú er til ills eða góðs. Þannig eru mikilmennin
jafnan selt til falls og viðreisnar mörgum. Kring um þá
gerast hinir örlagaþrungnu viðburðir, sem geymast. Og
inn í þessa viðburði sogast margt og margir, og njóta
þess eða gjalda, hefjast upp eða þrýstast niður, langt fram
yfir það, sem þeirra eigin atgerfi mundi hafa komið þeim.
Við þetta geymist margt, sem ekkert það hefir í sjálfu