Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 85
80 MagnÚS Jónsson: PreslafélagsriUð.
sér, sem mundi halda minningu þess uppi stundinni
lengur.
Allra skýrast á þetta heima um Jesú Krist og þá, sem
komust inn í kraftbeltið umhverfis hann. Þarna er hóp-
ur karla og kvenna, óbreytt alþýðufólk, sem vér höfum
enga ástæðu til að ætla að hafi verið í neinu frábrugðið
venjulegu sveitafólki og fiskimönnum í Galíleu. En þessi
hópur sogast inn í kraftbeltið, og fær þessa fádæma
heimsfrægð, lendir á vörum hvers manns í stærstu menn-
ingarlöndum heimsins um margar aldir. Mörg konan hefir
fórnað tárum og dýrum smyrslum til þess, sem hún unni,
og ekki verið getið fyrir það um allan heim og alla tíma,
hvar sem kristin trú fer yfir. Margur hefir fengið blett af
mútu og svikið sinn lánardrottin, og ekki fengið Júdasar
frægð fyrir. Og margur fiskimaðurinn hefir án efa verið ekki
ólíkur Símoni Jónassyni, þótt ekki hafi farið svo, að mestu
stórmenni heimsins hafi kepst við að sýna lotningu, ekki
að eins honum sjálfum, heldur og þeim, sem talinn var sitja
í sæti hans. Þessi er settur til falls og til viðreisnar mörg-
um, var sannur spádómur um barnið Jesú. Og það var
ekki að eins, að postular Jesú, og aðrir, sem í nánd hans
komu, fengju aukið gildi á sama hátt og leðurkylfan, sem
ég gat um áðan, aukna frægð, heldur fengu þeir beinlínis
meira verulegt gildi; nýr kraftur streymdi frá honum til
þeirra. Kraftarnir til góðs urðu máttugir, og barátta hins
illa hlaut einnig að færast í aukana, eins og skuggarnir
skerpast æ því meir, sem Ijósið er skærara.
Postuíur Jesú Krists voru ekki »lærðir« menn. Hann
tók þá úr alþýðunni, menn sem hann fann að voru ein-
lægir og mundu því vel til þess fallnir að vitna með ein-
feldni hjartans um það, sem þeim var trúað fyrir. En um
flesta þeirra vitum vér lítið annað en nöfn þeirra, og þó
reyndar varla einu sinni þau með vissu, og þegar kristnin
fer að breiðast út, þá eru það ýmsir aðrir, sem verða
talsvert atkvæðameiri en þeir. Ég nefni til dæmis Jakob
bróður Drottins, tvo af fátækrastjórunum svonefndu, þá