Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 86
Prestafélagsritið.
Símon Pétur.
81
Stefán og Filippus og svo loks Pál og samverkamenn
hans. Yfirleitt finst manni Páll bera ægishjálm yfir öllum
hinum eftir að hann kemur fyrir alvöru fram á sjónar-
sviðið. Og þegar þess er gætt, að kristin kirkja er að
langmestum hluta sprottin upp úr heiðing-kristnu söfnuð-
unum, sem Páll stofnaði, beinlinis og óbeinlíns, flesta, þá
sýnist svo, sem ekki hefði átt að vera mikill efi á, að
hann yrði foringinn, sem kirkjan veldi sér. En svo varð
þó ekki. Kirkjan valdi sér annan fyrir postulaforingja og
setti hann í tignarsætið, og það var Símon Pétur.
Pað er nú alls ekki tilgangur minn að rekja hér ná-
kvæmlega æfisögu postulaforingjans eða fara út í visinda-
lega rannsókn á stöðum, sem vandi er að leysa úr, held-
ur langaði mig til að reyna að bregða upp mynd af
þessum förunaut og trúnaðarvini Jesú. Pegar Páll einn
er undanskilinn, er enginn af mönnum postulatímabilsins
jafn skýrt dreginn og Pétur. Ekki svo að skilja, að nein
ósköp séu til af efni úr að moða. Ef því væri safnað
saman, sem um Pétur er sagt í nýja testamentinu, þá er
mér nær að halda að það yrði ekki langt mál. En það
sem um hann er sagt og eftir honum haft er með þeim
hætti, að það dregur upp mynd hans með fáum, en ör-
uggum og skörpum dráttum, svo að ekki verður um vilst,
að svona hefir hann verið. Sumir menn hafa svo einkenni-
legt andlitsfall, og skýra aðaldrætti, að svo að segja hver
viðvaningur getur dregið upp mj'nd af þeim, sem hver
maður getur þekt, og svo er það einnig um andlegan svip
sumra. Og það er naumast vafi á því, að Símon Pétur
hefir verið einn af þessum skýrt dregnu persónum, svo að
varla gat slceikað frá þessari mynd, hjá þeim, sem á ann-
að borð þektu hann. Par hefir engin hula verið dregin
yfir, ekkerl loðið eða óljóst við drættina.
Hann var sjómaður, og þeir bræður báðir, áður en þeir
gengu að fullu og öllu í þjónustu Jesú, og sjómanns-
einkennin komu og Ijóst fram hjá honum, ef nokkuð er
til í því, sem sagt er um það, að þeir verði eitlhvað létt-
Prestafélagsritið. 6