Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 87
82
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritið.
lyndari og áhyggjulausari en hinir, sem lifa af landbún-
aði. Lífskjör þeirra verða óvissari öll og ójafnari. Látlaus
höpp og óhöpp skiftast þar á, í stað hins jafna og vissa.
Aldrei er hægt að reikna út með vissu morgundaginn, og
því læra menn að láta morgundaginn bera umhyggju
fyrir sér, láta hverjum deginum nægja sína þjáning.
Líklega hafa þeir báðir bræðurnir verið í hópi lærisveina
Jóhannesar skírara, og Messíasarvonin hefir verið lifandi
í hjörtum þeirra. þetta sýnir trúarhneigð þeirra og hefir
verið undirbúningur undir það, sem koma átti. Ef til vill
hefir Pétur verið viðstaddur skírn Jesú, en hvað sem um
það er, þá tekur hann kalli Jesú hiklaust. Hann var
aldrei hálfur eða volgur í neinu máli, heldur valdi annað-
hvorn kostinn af heilum og óskiftum huga: »Þeir yfirgáfu
þegar í stað netin og fylgdu honum«.
Frásögnin um köllun Péturs er líklega eftir hann sjálfan
í aðalatriðunum. f*að er engin ástæða til að efast um
þann vitnisburð fornkirkjunnar, að Markúsarguðspjall sé
upphaflega ritað eftir prédikun Péturs í Rómaborg, og
það er lika sitt af hverju í frásögunum um Pétur, sem
beinlínis bendir í þá átt, jafnvel orðalagið sumstaðar. Og
frá því sjónarmiði má þá helst skilja þetta einkennilega,
hve margt af þvi, sem vér eigum um Pétur, er þess eðlis,
að það er sagt mikið heldur honum til vansæmdar en
hróss. Það er vægðarlaust sagt frá misgripum hans og
yfirsjónum, en mjög lítið gumað af því, sem hann gerði
vel. Það er óhætt að fullyrða það, að hann hafi ekki
komist upp í foringjasætið innan kirkjunnar fyrir oflof
þeirra, sem um hann rituðu. Flestir helgir menn verða i
rauninni engir menn, heldur einhverskonar líflaus og loft-
kendur hjúpur, þar sem hver blettur og hrukka mannlegs
ófullkomleika er skafinn og fágaður af í verksmiðju helgi-
sagnanna. En Pétur er engin slík skafin og fáguð dýr-
lingsmynd. Mynd hans hefir varðveitt hrukkurnar furðan-
lega, og liann stendur fyrir oss svo einstaklega mannlegur,
og einmitt fyrir þetta sjáum vér svo margfalt belur sanna