Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 90
Prestafélagsrilið.
Símon Pétur.
85
hans, og hann er staðráðinn í því að láta slikt ekki koma
fyrir. Hann tekur Jesú afsíðis og »átelur« hann. Og
Matteus bætir því við, að Pétur hafi sagt: »Guð hjálpi
þér, þetta skal aldrei fram við þig koma«. Er nú ástæða
til þess að ætla Pétri illan hug með þessu, þó að hann
vildi forða ástvini sinum hinum bezta frá dauðans hættu
og hörmungum? Getum við hugsað okkur, að hann, sem
talaði hin guðinnblásnu orð stundu fyr, hafi nú verið
fallinn niður í dj'pstu myrkur? Nei, vissulega ekki. Jafn-
vel hin æstu orð Jesú sýna einmilt hitt, hve kærleiksafl
Péturs hefir verið mikið, að sjálfum Jesú hefir fundist
hætta á, að þau kynnu að skekkja hann á brautinni, sem
honum var ásköpuð. Og aldrei hefir Jesús máske fundið
það betur, hve einmana og yfirgefinn hann var hér á
jörðunni. Jafnvel ekki Pétur, nei enginn, fylgdi honum
eða skildi, að þar sem guð starfar í fyllingu sinni, mega
ekki dægurtilfinningar mannlífsins grípa inn í. Par eiga
þær ekki rétt á sér, jafnvel ekki frá móður eða dýrasta
trúnaðarvini. Yfirsjón Péturs var sú, að hann skildi ekki
þetta, en það skildi enginn af lærisveinum Jesú þá. Og
hvenær og hvernig var það hugsanlegt, að hann skildi
slíkt, að hann ætti að fórna ástvini sínum? Pað er víst,
að lítilmannlegt eða kuldalegt er ekkert við framkomu
Péturs. Pað er kærleikurinn til meistarans, sem hér fer
enn með hann afvega.
Svo komum vér nú að píningarsögunni, með allri þeirri
keðju af hrösunum bjá Pétrj, sem þar er dregin fram og
endar loks með því, að hann afneitar meistaranum með
öllu.
Lítum þá fyrst á sverðshöggið í Getsemane. Pað var
fljótræðisverk, sem Pétur fékk ávítur fyrir af Jesú, og
jafnan síðan hefir hann fengið ámæli fyrir það af þeim,
sem um þennan viðburð hafa talað. En sannast að segja,
þá hygg ég, að það sæti betur á okkur flestum að öfunda
Pétur af þessu verki en ámæla honum fyrir það, því
aldrei hefir rangt verk lýst göfugari sál en þetta sverðs-