Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 96
Prestafélagsritið.
Símon Pétur.
91
á fund hans. Það er þessi barnslegi ákaíi Péturs, sem
stundum gat leitt hann afvega, en það væri rangt að ætla,
að svo hafi oftast verið, og það er einmitt þetta, sem
hlýtur að draga samúð hvers einlægs manns .til hans.
Hann heíir dregið þessar sögur fram bæði til að refsa sér
og svo til að láta mynd Jesú skína sem skærasta.
Það er ekki neinn vafi á því, að Pétur hefir þegar frá
upphafi verið sá, sem Jesús mat mest lærisveinanna, — og
hann þekti hvað með manninum bjó. Vér sjáum, að hann
hefir Pétur jafnan með sér á þeim augnablikum, þegar
honum þótti mest við þurfa, og hann snýr máli sínu til
hans, þegar hann fann sárast til einstæðingsskaparins og
þráði mest einhvern vin við hlið sér í Getsemane. Hann
er og sá, sem fyrstur sá Jesú upprisinn, að því er næst
verður komist. Hann fær sérstaklega skilaboðin frá Jesú
upprisnum um, að hann færi á undan þeim til Galíleu og
þar muni þeir sjá hann. Þetta bendir líklega til þess, að
í niðurlagi Markúsarguðspjalls, sem nú vantar, hafi ein-
mitt verið sérstaklega sagt frá því er hann birtist Pétri,
og það kemur heim við beztu heimildina, sem til er
um það, hverjum Jesús birtist, frásögn Páls í 15. kap.
fyrra Korintubréfsins. En einmitt þetta, að Jesús birtist
Pétri fyrstum eftir upprisuna er í mínum augum liin
mesta sönnun þess, að hann liafi staðið Jesú nær en
nokkur annar. Og svo er það loks nafnið, sem Jesús gaf
honum, nafnið Kefas eða Pétur, sem er útlagt klettur eða
bjarg. Jóhannesarguðspjall segir svo frá því, að Jesús
hafi gefið honum nafnið þegar í upphafi, þegar hann var
húinn að líta á hann. En aftur á móti sýnist önnur skoð-
un koma fram um það, að hann hafi fengið nafnið eftir
játninguna við Sesareu Filippí. Þetta gerir nú að vísu
ekki mikið til né frá, og sýnist skýrast eðlilegast út frá
því, að menn hafi ekki verið alveg vissir um það, hve-
nær, eða beinlínis við hvaða tækifæri hann fékk nafnið.
Jesús hefir fljótt fundið að Pétur hafði þetta til að bera,
sem hann vildi líka láta koma fram í nafninu, og svo