Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 97
92
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritið.
hefir bæði honum og fleirum fundist það staðfestast við
ýms tækifæri. Orðin við Sesareu Filippí hljóma í raun
og veru fult svo eðlilega ef Péturs nafnið hefir fyr verið
til komið. bÞú ert Pétur« væri þá hér um bil sama sem:
Þú ert sannnefndur klettur. Hitt er annað mál, að lyndis-
einkunn Péturs sýnist í raun og veru ekki birtast skýrast
í þessu efni, að hann sé svo bjargfastur og óbifanlegur.
Og þó má nafnið vel standast. Á slíkum manni þótti Jesú
gott að reisa sinn söfnuð, og honum skeikaði ekki í því
frekar en öðru.
Halda mætti lengi áfram að tala um Pétur. Eg hefi ná-
lega eingöngu haldið mér að fáeinum frásögum, og þeim
flestum frá jarðvistardögum Jesú. Rekja mætti feril Péturs
eftir að meistarinn var þeim horfinn, og hann fékk for-
ingjaábyrgðina á herðar sér að miklu leyti, rekja það
hvernig hann þroskast og mótast í samfélaginu við guð,
þar til hann gengur út í dauðann í Róinaborg á 7. ára-
tugnum. Má sumt af því rekja eftir nýja testamentinu og
sumt eftir öðrum ritum og erfikenningu kirkjunnar, þó að
margt sé þar þoku hulið, en hér hefi ég ekki ætlað mér
að tala lengra mál.
Það sem gerir persónu Péturs svo hugnæma, er um-
fram alt einlægni hans og þetta, hve vér getum eitthvað
vel skilið hann og svo að segja lifað viðburðina með
honum. Hann er ekkert litlaust og kuldalegt ofurmenni,
heldur yndislega fögur mannssál, með sinum ósviknu til-
finningum og óbrotnu alþýðumanns einkennum, sem þrosk-
ast undir áhrifum heilags anda til foringjastöðunnar í
guðs kristni á mótunartíma hennar. Og nú hvelfist yfir
beinum sjómannsins frá Galíleuvatninu stærsta og vegleg-
asta kirkjuhvelfing heimsins, og miljónir og aftur miljónir
manna hafa fórnað honum þar tárum sínum og dýpstu
lotningu. Svo máttugur er skapandi og umskapandi kraft-
ur Krists kærleiksanda.