Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 101
Prestafélagsritið.
Norræni kirkjufundurinn.
95
á fót gamalmennahæli og til þess þarf 100 þúsund krónur«.
»Eg borga þessar 100 þús. krónur«, var hið fáorða svar
bankastjórans«. Þá fanst Widner presti hann ekki geta
lengur neitað boði bankastjórans, og lofaði að gerast
prestur við kirkju hans.
Frá Noregi voru fjórir og eru þrír þeirra kunnir mörg-
um hér á landi af ritum sínum, þeir prófessorarnir Lyder
Brun (5.) og Michelet (14.), og Berggrav prestur (29.), rit-
stjóri timaritsins »Kirke og Kultur«, sem á marga lesendur
í landi voru. Fjórði Norðmaðurinn var prestur að nafni
Hauge (11.).
Af Dana hálfu voru 9 á fundinum og margir þeirra Islend-
ingum að góðu kunnir. Þar var Oslenfeld, Sjálandsbiskup
(6.); prófessor Ammundsen (8.); dr. Martensen-Larsen
(16.), dómprófastur í Hróarskeldu, höfundur bókarinnar
»Tvivl og Tro«, sem margir hér á landi munu hafa lesið;
Hollmeyer stiftsprófastur í Kaupmannahöfn (23.); dr. Alfr.
Th. Jörgensen (10.); Ferd. Munck prófastur (25.); Kaup-
mannahafnarprestarnir Fibiger (9.) og Lomholt-Thomsen
(18.), að ógleymdum húsráðandanum, sem líka var einn
fundarmanna. Sést hann á myndinni (4.) og kona hans
og fjölskylda.
Frá Finnlandi komu fimm og var dr. Arthur Hjelt (2.),
prófessor í Helsingfors, formaður þeirra. Hinir voru prest-
arnir dr. Kaila (26.) og Lehtonen (7.) og dómprófastarnir
Mannermaa (17.) og Loimaranta (13.).
Frá íslandi var ég einasli fulltrúinn.
4. Fundurinn sjálfur og viðfangsefni hans.
Fundurinn hófst 27. síðdegis. Var fyrst sunginn sálmur-
inn: »Alt staar i Guds Faderhaand«, og síðan ílutti Sjá-
landsbiskup bæn. Þá selti forseti fundinn og bauð alla
velkomna, en beindi þó sérstaklega orðum sínum til full-
trúanna frá Finnlandi og íslandi og lét i ljósi gleði sína
yfir þátltöku frá kirkjum þeirra landa í þessari samvinnu
Norðurlandakirknanna. Skj’rði hann þvínæst frá samvinnu