Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 102
Prestaféiagsritið.
96 Sig. P. Sívertsen:
þeirri, er átt hefði sér stað milli kirkna landanna síðustu
árin.
Nefnd var kosin til þess að athuga ýms mál, er fyrir
fundinum lágu. Var í þeirri nefnd, auk forseta, fulltrúi
frá hverju landanna. Hafði hún það, sem eftir var kvölds-
ins, til fundahalda sinna, auk ýmsra stunda hina dagana,
þegar hlé varð á almennu fundunum.
Næsta dag, 28. ágúst, byrjuðu aðalfundarhöldin kl. 9
að morgni, að aflokinni bænagerð. Var fyrsta mál á dag-
skrá: »Ivirkjur vorar og kröfur nútímans«. Voru 5 inn-
gangserindi flutt um það og var einn framsögumaður fyrir
hvert land. Töluðu þeir í þessari röð: Prófessor Ammund-
sen, prófessor Lyder Brun, ég, dr. Kaila og siðast erki-
biskupinn. Urðu síðan talsverðar umræður um málið.
Næst var rætt um fermingarathöfnina og var dr. Ljung-
quist (15.) frummælandi. Urðu langar umræður um málið,
sem aðallegast hnigu að því, að gera mönnum Ijóst, hvort
heppilegra myndi að sleppa heiti barnanna við ferming-
una eða halda því í einhverri mynd. Svíar halda enn
heitinu og óskuðu því að fá vitneskju um, hvað læra
mætti af reynslu þeirra, er heitinu hefðu slept.
Pá sagði prófessor Arthur Hjelt frá hörmungum þeim,
sem dunið höfðu yfir Finnland árið 1918, og píslarvætti
margra kirkjunnar manna. Var mjög átakanlegt að hlýða
á Iýsingu þessa og fanst manni ótrúlegt, að slíkt æði gæti
gripið nokkurn nútímamann, eins og rej'ndin hafði verið
á um rauðu hersveitirnar, í slíku menningarlandi sem
Finnland er. Beindist æði æsingamannanna meðal annars
gegn kirkjunni og þjónum hennar. 13 kirkjur voru brend-
ar, 40 rændar og 54 á einhvern hátt svívirtar. 31 presti
var varpað í fangelsi, 43 misþyrmt og 10 deyddir píslar-
vættisdauða.
29. ágúst var, að endaðri bænagerð, rætt um, hvernig
félagsskapur milli Norðurlandakirknanna gæti komið að
mestum notum, til gagns og blessunar inn á við og út á
við, og hvernig félagsskapnum yrði bezt og haganlegast