Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 103
Prestafélagsritið.
Norræni kirkjufundurinn.
97
fyrirkomið. Gekk langur tími í þær umræður og snerust
þær um framkvæmdir og fyrirkomulag þessa samvinnu-
félagsskapar. Þótti mörgum æskilegt, að gengist væri fyrir
fundarhöldum fyrir guðfræðinga landanna, lil þess að
ræða sín á milli guðfræðismálefni; fyrir presta til sam-
eiginlegra áhrifa og kynningar; fyrir starfsmenn safnað-
anna, til þess að ræða áhugamál sín; fyrir safnaðalimi
alment og fyrir presta og leikmenn í sameiningu. Einnig
var rætt um heimsóknir frá einu landi í annað; um bók-
lega samvinnu; um að styrkja menn til náms í öðru
landi; að æskilegt væri að sluðla að því, að guðfræðis-
próf frá háskóla hvers lands yrði tekið gilt í hinum, og
prestsvígsla hvers lands hefði gildi í hinum. Enn fremur
var rætt um samvinnu á trúboðssvæðinu út á við og um
sameiginlega að styðja trúbræður í öðrum kristnum löndum.
Ákvæði voru tekin um fyrirkomulag félagsskaparins í
hverju landinu. Mætti velja alt að 25 mönnum í kirkju-
nefnd hverrar þjóðar. Samþykt var að gefa út kirkjulega
árbók fyrir Norðurlönd og sameiginleg bókmentatíðindi,
þar sem skýrt væri frá nýútkomnum guðfræðibókum Norð-
urlanda; að stuðla að því, að þeir, sem ferðast vildu úr einu
landinu til annars til lærdómsiðkana eða til þess að kynna
sér kirkjulíf annars lands, gætu fengið opinberan styrk; að
útvega í hverju Iandi menn, er blöð gætu leitað til og fengið
frá áreiðanlegar kirkjulegar fréttir um alt það, er gerðist í
hverju landinu fyrir sig. Þá var ákveðið að minnast þess
með þakkarguðsþjónustum um öll Norðurlönd, þegar Suð-
urjótland aftur sameinaðist Danmörku. Einnig var sam-
þykt að kirkjur allra landanna mintust Finnlands, þann
dag, sem kirkja Finnlands héldi þakkarhátíð sína fyrir
það, að fá að starfa í fullvalda og óháðu ríki, og minn-
ingarhátíð píslarvottanna frá ógnarárinu 1918.
Ýmsar aðrar ákvarðanir voru teknar, sem hér þykir
óþarft að segja nánar frá. T. d. var samþykt að svara
bróðurlega hjálparbeiðni trúbræðra í Eistlandi, Ungarn og
Siebenburgen, o. fl.
Prestafélagsritið. 7