Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 104
98 Sig. P. Sívertsen: Prestafélagsritið.
Síðast flutti prófessor Michelet fyrirlestur um ríki og
kirkju.
5. Árangur fundarins.
Öllum fundarmönnum kom saman um, að samveru-
dagarnir á Vesterbygaard hefðu verið hinir ánægjulegustu.
Mun enginn hafa farið af fundinum án þess að finnast,
að hann hafi haft gleði og gagn af að vera þar.
En hvert er þá gagnið af slikum fundum sem þessum?
Fyrst og fremst það, að menn kynnast hverir öðrum
og kirkjulegu ástandi og hag annara landa, og geta auðg-
að anda sinn með því að hlýða á það, sem fram er
borið.
Pá geta slíkir fundir gert mikið til þess að auka og
efla samúð milli þjóðanna.
Einnig geta þeir átt frumkvæði til ýmsra framkvæmda,
sem mikilvægar geta reynst fyrir Norðurlandakirkjurnar í
heild sinni.
Margt mætti fleira telja, sem fundir þessir gætu gert eða
af þeim leitt, en fleira þýðir ekki að nefna. Því að reynslan
ein getur skorið úr þvi, hvert gagn verður í framtíðinni
af fundahöldum þessum.
En allir munu líta svo á, að hugmyndin um samvinnu
Norðurlandakirknanna sé fögur og kristileg og líkleg til
mikils góðs. Og engum íslendingi ætti að blandast hugur
um, að þessi félagsskapur og fundarhöld séu sérstakt
fagnaðarefni fyrir ísland. Ber margt til þess. Má meðal
þess nefna þá viðurkenningu á sjálfstæði voru, sem felst
í því, að kirkju vorri er boðin hluttaka í samvinnu þess-
ari; ágætt tækifæri til þess að kynnast mönnum og mál-
efnum systrakirknanna; einnig ágætt tækifæri til þess að
auka þekkingu erlendra manna á íslandi og íslenzkri
menningu.
Mér hlýnaði um hjartaræturnar, er ég fyrst kom inn í
fundarsalinn á Vesterbygaard og sá íslenzka fánann þar
á vegg við hliðina á fánum hinna fjögurra ríkjanna. Mér