Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 105
Prestafélagsritið.
Norræni kirkjufundurinn.
99
hlýnaði- þó ekki minna við alla velvildina og ástúðina,
sem mér var sýnd á fundinum sem fulltrúa sögueyjar-
innar. Samúðin með þjóð vorri og kirkju kom alstaðar
fagurlega fram og innilegar voru kveðjurnar, sem mér
var falið að flytja kirkju íslands frá fundinum.
S. P. Sivertsen.
KIRKJA ÍSLANDS OG IvRÖFUR NÚTÍMANS.
Erindi það, er Sigurður P. Siverlsen flutti 28. ágúst 1919
á norræna kirkjufundinum á Vesterbygaard')
Úegar ég, sem fulltrúi íslands hér á þessum fundi, á að
tala um islenzku kirkjuna og kröfur nútímans, þá verð ég
að byrja á því, að benda á tvent, sem líta ber á, ef dæma
á urn og skilja kirkjulega ástandið á íslandi. Annað er
sérslök og erfið aðstaða kirkjunnar á Islandi, og hitt eru
hinar miklu breytingar, sem orðið bafa á íslandi á seinni
árum.
fsland er nærri þrefalt að stærð á við Danmörku, en
ibúarnir ná enn ekki 100 þúsundum. Af þessu er bersýni-
legt að kirkjan hefir þar átt, og á enn, við aðra aðstöðu
að búa en aðrar kirkjur Norðurlanda. Rar við bætist og að
þessi »eyja við ísþokuslóð, úti við Dumbshafið kalda«
liggur langar leiðir frá öðrum löndum Evrópu.
Að vísu hefir fjarlægðin á stundum verið vörn gegn
inörgu illu frá öðrum löndum. Rjarni skáld Thorarensen
liafði það í huga, þegar hann gladdist yfir legu liins fagra
lands, vegtia þess að fjarlægðin frá öðrum löndum verði
íbúa landsins fyrir ódugnaði og hlífði þeim við að kynn-
ast útlendri siðspillingu.
1) Erindið kom út þegar eltir fundinn í norska tíniaritinu »Kirke og Kultur«
(septemberheftinu 1919).