Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 106
100
Sig. P. Sívertsen:
Prestafclagsritið.
En þegar skáldið segir:
»hvert þinnar fjarstööu hingað tit neyttir,
hún sé þér ódugnaðs framvegis vörn«,
þá vitum vér allir, að þetta er að eins önnur hlið rnáls-
ins. Hin hliðin er skaðsemi einangrunarinnar. Fjarlægðin
heflr lokað íslandi úti frá mörgu góðu, frá hlutdeild í
heilbrigðum og öílugum stefnum í andlegu lífi, sem seint
og um síðir hafa borist ti) hinnar fjarlægu eyjar, og hafa
þá oft ekki verið orðnar annað en dauft endurskin, sem
hefir ekki getað haft áhrif á íbúa iandsins neilt á sama
hátt og íbúa annarra Norðurlanda.
En hvort sem menn eru svartsýnir eða bjartsýnir —
eins og skáldið — á fjarlægð landsins, þá er það stað-
reynd, að einangrunin og fámennið hefir sett merki sitt
bæði á kirkjulíf og þjóðlíf. Kirkja íslands hefir á um-
liðnum öldum orðið miklu frekar að hjálpa sér sjálf en
hinar Norðurlandakirkjurnar, og þau heimili og þeir ein-
staklingar, sem búið hafa á afskektustu stöðunum, hafa
líka í kristilegum skilningi oft orðið að læra að spila upp
á eigin spýtur. Pað virðist mjög augljóst, að safnaðarvit-
undin í slíku Iandi og með slíkri þjóð, getur ekki verið
jafnöílug og lifandi og í öðrum Norðurlöndum. — —
Hitt, sem líta ber á, þegar skilja á og dæma um kirkju-
lífið íslenzka, eru hinar miklu breytingar, sem orðið hafa
á íslandi á seinni árum.
Skáldið Hannes Hafslein segir í aldamótaljóðum sínum:
»Dagur er risinn, öld af öld er borin,
aldarsól ný er send að skapa vorin.
Ardegið kallar, áfram stefna sporin.
Enn er ei vorri framtíð stakkur skorinn«.
Það er sannleikur, að nýr dagur er risinn yfir ísland.
Miklar breytingar og framfarir hafa orðið í Norðurlöndun-
um hinum. En þó held ég, að stjórnarfarslegu og efnalegu
breytingarnar hafi á siðustu árum hvergi orðið jafnmiklar
og á sögueynni. Og þegar menn hugleiða kjör eyjarinnar
um margar umliðnar aldir, þá er sízt að undra, þótl margt