Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 107
Prestafélagsritið.
101
Kirkja íslands.
hafi breyzt í seinni tíð. Því að alstaðar þar, sem þróttmikil
þjóð hefir verið þjökuð um langan tíma og hefir lifað við
erfið kjör og því dregist langt aftur úr öðrum þjóðum,
þar hlýtur breytingin að verða mikil, þegar þjóðin vaknar
til vitundar um, hvar hún stendur, og hvar hún ætti að
standa og gæti staðið.
Á íslandi er nýi dagurinn talinn frá 1874, þúsundára-
hátíð bygðar landsins. Fyrir þann tíma var landið að
eins amt úr Danmörku, en fékk þá sérstaka stjórnarskip-
un og aðskilinn fjárhag, og er nú sjálfstætt konungsríkí.
Fyrir 1874 var kirkja íslands líka ósjálfstæð, ríkiskirkja,
ríkisstofnun undir danskri yfirstjórn. En nú er hún sjálf-
stæð þjóðkirkja, og er talin fimta þjóðkirkjan á Norður-
löndum, enda þótt hún sé fámenn og einangruð.
Samhliða sjálfstæðinu sljórnarfarslega hafa orðið fram-
farir á sviði efnahags og menningar. Vegir hafa verið
gerðir, bygðar brýr yfir hinar mörgu og hættulegu ár og
eimskipagöngur innanlands og til útlanda hafa aukist stór-
um. Vagnar og bifreiðar eru mikið notaðar síðustu árin,
einkum á Suðurlandi, og talsímasamband er komið á þvert
yfir landið og milli þéttbýlustu héraða um land alt, en til
útlanda er bæði sæsímasamband og loftskeyta. Húsakynni
í sveitum og bæjum hafa batnað mjög og fullnægja
nokkuð víða kröfum nútímans, með rafljósi og öðr-
um venjulegum þægindum. Fyrir mentun þjóðarinnar er
séð með nýjum skólum: alþýðuskólum, gagnfræðaskól-
um, bændaskólum og kvennaskólum, og loks háskóla i
Reykjavík.
Það er bersýnilegt, að þessar framfarir á sviði efna-
hags og menningar hafa einnig haft áhrif á aðstöðu kirkj-
unnar.
Með bættum samgöngum liafa vaxið andleg viðskifti, og
einaDgrunin hefir ekki orðið eins tilfinnanleg og áður.
Aukin skólaganga og auðveldari aðgangur að fræðslu
befir einnig valdið breytingum á kirkjumálasviðinu. Aður
var miklu meir en nú á sér stað litið upp til prestastétt-