Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 108
102
Sig P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
arinnar vegna lærdóms prestanna. Víða var presturinn
eini maðurinn í sveitinni, sem notið hafði skólafræðslu.
Af þvi leiddi, að alment var leitað ráða til hans og orð
hans meira metin en annara manna, og enginn, eða sár-
fáir, þorðu að setja sig jafnhliða honum. Þar eð skóla
vantaði urðu prestsetrin miðstöðvar fræðslu héraðsins, og
á prestinn var litið sem sjálfsagðan forgöngumann, ekki
að eins í kirkjulegum málum heldur og i öðrum efnum.
Prestastétt íslands hefir afkastað miklu menningarverki og
á skildar ógleymanlegar þakkir þjóðarinnar.
En eftir að skólaganga er orðin almenn, er aðstaða nú-
tíma presta orðin talsvert önnur en embættisbræðra þeirra
fyr á öldum. Nú geta margir úr leikmannaflokki kept við
prestana sem menningarfrömuðir. Því að bæði er fræðslu
að fá á ýmsum skóium og meira um útlend áhrif frá er-
lendum bókmentum en áður var, og loks eru utanfarir
tíðari á seinni árum. Jafnframt hefir prestastéttin átt við
þröng kjör að búa og búskapur á prestssetrinu verið hluti
af launum flestra presta. Vinnuhjúahald hefir orðið erfið-
ara með hverju ári, og þar eð prestarnir hafa mjög sjald-
an bygt prestsetrið, hafa þeir margir neyðst til að eyða
meiri tíma i búskapinn, en prestsstarfinu er holt. Enda
þótt þeir hafi ekki vanrækt beinar skyldur sínar, hefir
þetta fyrirkomulag samt haft injög skaðleg áhrif á starf-
semi prestanna í söfnuðunum. Búskapurinn hefir gert svo
miklar kröfur til tíma og slarfskrafta margra presta, að
þeir hafa ekki getað fórnað þeim tíma til lesturs og ann-
ars undirbúnings prestsstarfanna, sem nauðsynlegt var til
þess að geta fylgst með straum tímans og vera fullkom-
lega vaxinn lilutverki sínu. Á þessum miklu breytingatím-
um hefir því mörgum virzt prestastéttin of íhaldssöm bæði
í kenningu og safnaðarslarfsemi. Við þetta minkaði vald
prestastéttarinnar, og prestarnir urðu ekki lengur forgöngu-
menn að sama skapi og áður. Háværar óánægjuraddir
um kirkjuna komu fram, og að þeim kolum var auðvit-
að blásið af þeim, sem annaðhvort glöddust af hnignun