Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 111
Preslalélagsritið.
105
Kirkja íslands.
sem hver maður eigi um við guð einan, og þrífist því
ekki nema við frelsi. t*eir krefjast þess, að kirkjan sé um-
burðarlynd og rúmgóð; að hún sé ekki siðameistari, sem
ríki yfir samvizkunum, heldur hjálpfús, eins og ástrík
móðir, og reyni að vera eitthvað fyrir alla, sem með
hreinskilnu hjarta leita guðs í Kristi. F*eir vilja, að hún sé
starfandi félag, er velvilji og umburðarlyndi tengi saman,
og hafi fullan skilning á því, að einstaklingarnir eru ólíkir.
Næstu kröfurnar, sem ég ætla að minnast á, vil ég
nefna nýjar guðsþjónustukröfur. Það eru kröfur þær, sem
nútíminn gerir til kirkjunnar um prédikun, guðsþjónustu-
hald og helgisiði.
Nútíminn þolir enga andlausa bókstafsþjónustu á þessu
sviði. Nútíminn gerir kröfu til prédikunar, sem setur
kristindóminn í samband við hugsanir og verkefni yfir-
standandi tíma. Hann dáist ekki lengur að prédikun, sem
ekki er annað en guðfræðilegur fyrirlestur, heldur þráir
hann lifandi mál, sem setur hugann í hreyfingu og fæst
meira við lífið en kenninguna. Nútíminn krefst þess, að
prédikun kirkjunnar sé mótuð af djúpum hugsunum og
sálfræðilegum skilningi, en jafnframt af alvöru og inni-
leika, sem talar bæði til hjarta og vilja.
Og nútíminn þráir að heyra slíka boðum fagnaðar-
erindisins, ekki að eins úr prédikunarstólnum, heldur og
á annan hátt, einkum í nýjum húslestrabókum, sem erindi
eiga til nútíðarmanna.
þessum kröfum til prédikunar kirkjunnar og kröfum
um hjálp hennar til þess, að guðs orð verði haft um hönd
í heimahúsum, svo sem áður var, og það með meiri ár-
angri en oft hefir virzt, að verið hafi, er líka samfara sú
ósk, að mönnum sé ekki hrundið burt með neins konar
óeðlilegum hátíðabrag í sambandi við kirkjulegar athafnir.
í þriðja lagi vil ég benda á hœrri siðferðiskröfur bæði
til prestanna og safnaðarmanna.
Áður fyrri gerðu söfnuðirnir oft ekki sérlega háar kröf-
ur til siðferðisins.