Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 112
106
Sig. P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
Menn sáu gegnurti fingur við prestinn, þótt hann gætti
á stundum ekki hófs i vinnautn, eða sýndi af sér ein-
hverja óreglu. Menn afsökuðu slikan veikleika. Presturinn
var þó ekki nema maður eins og aðrir. Aðalatriðið var,
að presturinn prédikaði kenninguna hreina og framkvæmdi
öll kirkjuleg verk á réttan hátt eins og vera bar.
Brestir einstakra safnaðarmanna fundust mönnum einn-
ig oftast nær mjög afsakanlegir. Aðalatriðið var, að fólk
rækti kirkjuna og efaðist ekki um kenningar hennar.
En nú eru gerðar meiri kröfur í siðferðilegum efnum
bæði til presta og safnaðarmanna.
Nú verður presturinn annaðhvort að vera bindindis-
maður eða þá mjög hófsamur í vínnautn. Hann verður að
vera fyrirmjmdarmaður í heimilislífi sínu, vera hinn sami
í prédikunarstólnum sem utan kirkju, og öll breytni hans
svo vaxin, að hún sé' prédikun fyrir söfnuði hans.
Pað hefir verið sagt um þá presta, sem voru siðferðileg
fyrirmynd söfnuðum sínum, að þeir »prédikuðu á stétt-
unum«. Og nútíminn ber mikla virðingu fyrir slíkum
prestum, jafnvel þótt þeir séu ekki miklir ræðumenn. —
Sjálfir hafa prestarnir á seinni árum gert mikið til þess
að lyfta stéttinni i siðferðilegu tilliti, svo að »hneykslis-
prestar« finnast vart nú orðið og væntanlega vill enginn
söfnuður framvegis þola hjá sér slíka presta.
Til safnaðarmanna eru og gerðar meiri kröfur en áður.
í mörgum sveitasöfnuðum þekkist drykkjuskapur ekki
lengur, og að siðferðisástandið hefir balnað, sést ef tii
vill bezt á þeirri meðferð, sem munaðarlaus börn og ein-
stæðings gamalmenni, lasburða fólk og sjúklingar, sem
sveitin sér fyrir, fá á heimilunum. Víðast hvar er farið
með þessa ómaga eins og þeir væru meðlimir Qölskyld-
unnar. Og það heimili væri illa séð, sem færi öðruvísi
með fátækra börn eða föðurlaus eða ellihrum gamalmenni,
sem þeim er trúað fyrir.
Kröfur nútímans eru þær, að kirkjan vinni af alefli að
þvi, að kristindómurinn nái tökum á þjóðfélaginu og ein-