Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 114
108
Sig. P. Sívertsen:
Prestafélagsritið*
stuðla að því, að skipulögð starfsemi á ýmsum sviðum
geti komist á innan kirkjunnar.
* •*
*
Fleiri af kröfum nútímans vil ég ekki nefna. Ég hj'gg,
að ég hafi bent á hinar merkustu, en auðvitað koma
jafnan nýjar kröfur í viðbót.
Tíminn verður að sýna, hvernig kirkju íslands tekst
að uppfylla þessar kröfur í nánustu framtíð.
En sú reynsla, sem þegar er fengin, bendir á þrjú skil-
yrði þess, að hægt sé að uppfylla þær. Pessi skilyrði eru:
Betri starfskjör handa prestastéttinni.
Meira skiputegt kirkjntegt samstarf innanlands.
Meiri kirkjuleg' kgnning og samvinna við útlönd.
Allir vinir islenzku kirkjunnar óska þess einlæglega, að
guð megi gefa söfnuði hans á sögueynni fjarlægu náð til
þess að uppfylla þau skilyrði, sem nauðsynleg eru til
blessunarrikrar starfsemi íslenzku þjóðinni til heilla í
framtíðinni.
Með þakklæti til guðs minnist íslenzka þjóðin þeirra
kirkjulegu mikilmenna, sem drottinn á liðnum timum
hefir sent henni, og framar öllum öðrum hans, sem söng
fyrir þjóðina um kærleika guðs í Kristi, svo vel, að það
getur aldrei gleymst, svo að enn má með fullum sanni taka
undir með skáldinu Matthíasi Jochumsyni, og segja um
ljóð hans:
»Frá þvi barniö biður fyrsta sinn
blítt og rótt við sinnar móður kinn,
-til pess gamall sofnar siðstu stund,
svala ljóð pau hverri hjartans und«.
Með þakklæti til guðs fyrir liðna tímann andvarpar
kirkjan íslenzka og þráir eitthvað nýtt og dýrlegt; sama
er að segja um alla trúhneigða menn og konar á íslandi,
einnig þá mörgu, sem nú sem stendur fara ekki vegu
kirkjunnar.
Með þakklæti til guðs tekur kirkja íslands á móti allri