Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 119
Prcstafélagsritið.
Barnahæli.
113
fyrir land sitt og þjóð, ef hann hefði fengið heppilegt
uppeldi.
Hin sagan er þannig: Hér býr ekkja, sem á eina dóttur,
sem hún hafði komið fyrir á góðu heimili, og elskaði
barnið fósturmóður sina meira en móður. Einhvern dag
verður þeim sundurorða, móður barnsins og fósturmóður,
er þær voru í vinnu saman, og til þess að hefna sín,
tekur móðirin barnið grátandi í burtu frá fósturmóður
þess. Leitar fósturmóðir barnsins þá til mín og biður mig
að reyna að jafna þetta, en móðirin er enn svo reið,
að hún vill ekki neinum sættum taka, og lætur svo reiði
sína bitna á sínu eigin barni. Hún tók barnið heim til
sín, en sj'ndi því ekki meiri blíðu en það, að eftir stuttan
tíma koma aðrir íbúar húss þess, er hún bjó í, til mín,
og kvarta undan að hún berji og misþyrmi barni sínu,
og að þeir þoli ekki að hlusta á grát þess og kvein. Bið
ég þá sýslumann að taka barnið frá móður þess. En
sýslumaður kvað sig bresta heimild til þess, því móður-
rétturinn sé svo mikill.
Að eins með sveitabörnum hafa þá prestar rétt til eftir-
lits, eftir minni reynslu.
Mikið starf hefir verið unnið í nágrannalöndum vorum
til hjálpar börnum og fátækum foreldrum. Vil ég nefna
fjögur stærstu félögin, sem nú starfa í Danmörku fyrir
börnin.
1. »Dönsku fósturheimilafélögin«. Félagsskapur þessi var
stofnaður 1894. Bundu þá átta félög, sem störfuðu að því
að koma börnum í góða staði til fósturs, félagsskap með
sér um þetta starf. Árið 1918 voru félögin orðin 37 víðs-
vegar um landið, og höfðu það ár komið til fósturs 5000
börnum, sem kostuðu félögin 837,000 kr.
Auk þess áttu félög þessi þá 21 hæli fyrir mæður og
nýfædd börn. Gátu hælin tekið á móti 420 börnum. Enn
Prestafélagsritið.
8