Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 120
114 Guðm. Einarsson: PrestafélagsritiO.
fremur áttu þau í nálega öllum stærri bæjum laDdsins:
vöggustofur, frítímadvalarstaði og sumard valarstaði fyrir börn.
2. »Danska barnahælisfélagið« átti 1918 123 barnahæli
viðsvegar um landið. Rúmuðu þau 3000 börn samtals.
3. »Kristilegt félag til viðreisnar siðspiltum börnum«
hefir sett á fót 6 hæli fyrir slík börn. Annast það um 500
börn, sem hafa á einhvern hátt sýnt tilhneigingu til yfir-
sjóna eða glæpa.
4. »Uppeldisheimilafélagið« tekur að sér svipuð börn
og »Kristilegt félag til viðreisnar siðspiltum börnum«.
Félag þetta á 18 uppeldisheimili og geta þau tekið á móti
959 börnum, bæði drengjum og stúlkum.
Auk þessara fjögra félagsstofnana eru milli 40 og 59
félög og einstaklingastofnanir á við og dreif um landið,
sem starfa fyrir börnin og mæðurnar á ýmsa lund.
En livað hefir verið gert á íslandi, er svarar til alls þessa
í Danmörku? Mér vitanlega hefir ekki verið gert annað í
þessa ált hér, en að ungfrú Sigurbjörg Þorláksdóttir hefir
í mörg sumur farið í sveit með nokkur fátæk börn úr
Reykjavík og á þann hátt veitt þeim hollan sumardvalar-
stað, og hefir hún þvi orðið fyrst lil þess á voru landi,
að starfa þannig fyrir börnin og vekja áhuga á þessu
þýðingarmikla þjóðþrifamáli og líknarstarfi. — Fyrir það
á hún miklar þakkir skilið hjá öllum góðurn íslendingum.
— Leikvöllur fyrir börn hefir verið gerður í Reykjavík
og eitthvað eftirlit er haft með börnum þar; fer það i
sömu átt. En svo er víst upptalið hið helzta, sem gert er
hér fyrir börnin til þess að bæta lífskjör þeirra og upp-
eldi, utan sérstaklega kirkjulegrar starfsemi, sem ég hef ekki
heldur nefnt í Danmörku.
Eins og i Danmörku hafa allar nágrannaþjóðir vorar
á Norðurlöndum fyrir löngu síðan hafist handa, til þess
að ráða bót á uppeldi barnanna, með ýmsum ráðum og
meðölum, fyrst einstakir menn og svo heil félög. En þótt