Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 121
Prestafélagsrilið.
Barnahæli.
115
þannig hafi verið afkastað miklu og blessunarriku starfi,
þá kom það altaf skýrar og skýrar í ljós, þvi lengur sem
starfað var og þvi víðtækara sem starfið varð, að óum-
ílýjanlega þurfti sérstök landslög um uppeldi barna, eink-
um vanræktra og siðspiltra barna. Því margir foreldrar
vildu alls ekki sleppa börnum sínum, hvorki til fóstur-
heimila né á barnahæli og því siður til uppeldisheimila,
enda þótt þau sjálf gætu enganveginn alið þau sómasam-
lega upp eða veitt þeim það, sem þau þurftu með til
þess að verða nýtir menn. Það finnast jafnvel í hverju
landi þeir foreldrar, sem kenna börnum sínum að lifa í
stríði við þjóðfélagið og lög þess, hugsa því sýnilega alls
ekkert um hamingju barna sinna eða þroskun þeirra til
nýtra þjóðstarfa.
Þess vegna hafa nú þessar þjóðir sett allströng lög um
uppeldi og eftirlit á uppeldi barna í löndum sínum, og
skipað sérstakar nefndir til þess að hafa það starf með
höndum og fella þær úrskurði um, nær barn skuli tekið
frá foreldrum eða fósturforeldrum og hvernig uppeldi þess
skuli hagað framvegis.
í Noregi voru slik lög útgefin 1896 og í hverri sýslu
skipuð 5 manna nefnd til þess að líta eftir uppeldi barna
innan sýslunnar og fella úrskurði þar að lútandi. Hafa
nefndir þessar rétt til þess, er þörf krefur, að taka börnin
frá foreldrunum og koma þeim til fósturs á barnahæli
eða uppeldisheimili, eftir því sem nefndin álítur nauðsyn-
legt í hvert sinn.
í Svíþjóð voru lög um þessi efni gefin út 1902. Eftir
þeim á að vera eflirlitsnefnd i hverju skólahéraði, en hún
hefir miklu minna vald en samskonar nefndir i Noregi.
í Danmörku voru sett lög um þetta 1905. Samkvæmt
þeim eru eftirlitsnefndir í hverjum hreppi, en yfir þeim
aftur ein yfir-allsherjarnefnd fyrir alt landið og allir úr-
skurðir frá undirnefndum verða að fá staðfestingu alls-
herjarnefndar til þess að það megi framkvæma þá. Tefur