Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 125
Prestafélagsritið.
Barnahæli.
119
barna, þar sem ákveðið væri hvaða vald stjórnum félag-
anna væri falið og hvernig þær skyldu skipaðar, eða þá
sérstakar nefndir settar á stofn, til þess að taka ákvarð-
anir um börn og uppeldi þeirra til 16 ára eða jafnvel 18
ára aldurs.
Yfirleitt er það hugsun mín, að stefnan, sem taka ætti
í þessu máli, mundi vera hyggilegust sú, að þetta yrði
þjóðarmálefni, sem borið væri af kærleiksvilja fjöldans og
hvíldi á herðum einstaklinganna, en ekki ríkisins. Ríkið
styddi það að eins með löggjöf og einhverjum styrk,
bæði í viðurkenningarskyni, af því að starfið er fyrir ríkið,
og af því að það kostar miklu til kenslu barna og uppfræð-
ÍDgar hvort eð er, en hvert hæli og uppeldisheimili yrði
að annast kenslu barnanna, sem þar væru. Ég lít svo á,
að þvi málefni sé betur borgið, sem kærleikshugsunin ber
áfram, en hinu sem ytri löggjöf þvingar fram. Að eins að
lögin styðji bugsjónina og séu ekki þröskuldur í vegi fyrir
framkvæmdum hennar, eins og enn er hjá oss í þessum
málum.
Að lokum vil ég benda stéttarbræðrum mínum á, að
það er víst alveg sérstaklega skylda þeirra að beitast fyrir
þessu málefni. Alt það, sem gott er og fagurt, göfugt og kær-
leiksrikt, á kirkjan að efla, ef hún vill heita kristin kirkja.
Ég vænti þess líka að allir kennarar vilji beita áhrifum
sínum fyrir þetta málefni, því það liggur líka innan verka-
hrings þeirra að nokkru leyti, og ég veit að þeir munu
manna bezt skilja hvilík þörfin er. Ég hefi sjálfur verið
barnakennari í níu ár og einmitt þar finst mér neyðin
blasa svo ber og nakin við mér, að ég býst við að öllum
barnakennurum finnist að mál sé komið til starfa.
þessi starfsemi fyrir börnin má þó enganvegin verða
kirkjustarfsemi eða presta- og kennarastarfsemi eingöngu,
heldur starfsemi allra, allra stefna og allra trúarskoðana;
kristnir menn og heiðnir ættu að geta fundið til með og
aumkast yfir þá, sem bágt eiga, ríkir og fátækir verið