Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 128
122
Gísli Skúlason:
Preslafélagsriliö.
að láta mér nægja að nefna eitt. Séra Ólafur Finnsson í
Kálfhoíti bygði fyrir all-löngu vandað timburhús á prest-
setri sínu í staðinn fyrir fallinn bæ; fékk til þess 2500
kr. lán, sem var nákvæmlega helmingur af húsverðinu.
Síðan hefir hann bygt skúra við báða enda hússins, og
borgað lánið ásamt rentum að fullu. En þessi bygging,
sem hann þannig hefir reist, að fullu og öllu fyrir sitt
eigið fé, er ekki hans eign, heldur staðarins, og hefir liann
sagt mér, að hann þykist sleppa vel, ef hann ekki þarf
að láta meira en báða skúrana í álag á húsið, þegar hann
skilar af sér! Hvað segja menn um svona vildarkjör? Og
þetta er engan veginn eins dæmi, því að svipaða sögu
munu allir þeir prestar kunna að segja, sem orðið hafa
að byggja hús á prestsetrum sínum og taka lán til bygg-
ingarinnar. Skal engum getum um það leitt, hvernig pri-
vatmaður yrði úti, sem beitti landseta sína hinu sama
og ríkið prestana í þessu efni.
En þá er spurningin, hverjar umbætur helzt koma til
greina, og er það ekki furða, þótt leiðir manna skilji á
því alriði, því að hér er um svo mikið stórmál að tala,
að áríðandi er, að engu sé ráðið til lykta, fyr en sú nið-
urstaða verður fundin, sem ætla má að verði hin aíTara-
sælasta, bæði í bráð og lengd. Til þess sem bezt að gera
sér þetta Ijóst, er óhjákvæmilegt að gera sér grein fyrir
ástandinu eins og það liefir verið hingað til.
Um undanfarnar aldir hafa laun sóknarprestanna að
langmestu leyti verið falin í Ieigulausri bújörð. Munurinn
á tekjumeiri og rýrari prestaköllum lá að vísu að nokkru
leyti í því, hvort prestakallið átti mikið af jörðum, sem
presturinn naut afgjaldsins af, en þó enn meira í hinu,
hvort prestsetursjörðin var stór eða lítil, með hlunnindum
ellegar ekki. Prestarnir áltu þá alla sína efnalegu atkomu
undir því komna, hvað sýnt þeim var um búskapinn, og
var því ekki nema eðlilegt, að aíkoman yrði misjöfn og
að á sama staðnum væri ýmist fátækir eða efnaðir menn
prestar. Að prestar þannig yrðu aðallega að lifa á búskap