Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 130
124
Gísli Skúlason:
Prestafélagsritið.
þess að á því yrði lifað, enda þeim prestum, sem mikið
hafa að gera, erfiðara að fást við búskap, en hinum, sem
hafa minni störf með höndum.
Með launalögunum 1919 eru enn gerðar breytingar á
launakjörum presta. Skal ég ekki dvelja við þau lög, þar
sem þau ekki breyta launalögunum 1907 að öðru en
krónutali, og snerta því ekki það mál, sem hér liggur
fyrir. En með þingsályktun frá vetrarþinginu 1920, er sú
breyting gerð, að prestar eins og aðrir, fái laun sin út-
borguð mánaðarlega úr landssjóði. Þetta sjálfsagða ákvæði
virðist mér allþýðingarmikið og með víðtækari aíleiðing-
um, en sýnist í fljólu bragði. Hér virðist mér komast í
framkvæmd, það sem að eins lá í princípi laganna frá
1907, að prestar fái laun sin að fullu og öllu í peningum
úr landssjóði. Mér finst óhugsandi annað en hverjum
presti verði greiddar mánaðarlega úr landssjóði tekjur
hans frádráttarlaust, en leigu fyrir prestssetrið greiðir hann
svo aftur landssjóði eftir venjulegri boðleið. Og afleiðing
af þessari greiðslu virðist mér ennfremur verða sú, að
prestar ekki lengur taki prestsmötu, hjáleignaafgjald né
aðrar slíkar tekjur undir sjálfum sér, heldur ganga þær
beint til landssjóðs. Taki prestarnir framvegis þessar
tekjur, verða þeir a. m. k. að greiða fyrir þær árlega
leigu, og sýnist það ekki vera til annars en að gera prest-
jnn þar að ástæðulausu að millilið milli landsdrottins og
leiguliða, því að hinn löglegi milliliður er hreppstjórinn.
í stuttu máli: Heimatekjur presta falla niður að fullu og
öllu, þar með talin bújörðin; aðeins virðist, úr því annað
er ekki tekið fram, presturinn hafa forgangsrétt að þessari
bújörð, en ekki skyldu til að taka hana. En hvort sem
hann svo tekur prestsetursjörðina eða ekki, þá er hann
hér eftir að lögum eins og hver annar leiguliði, að því
undanskildu, að hann ekki getur fengið lífstíðarábúð, en
það getur sá bóndi ekki heldur fengið, sem prestsetrið
kann að taka lil ábúðar. Ég get ekki séð því neitt til
fyrirstöðu, að prestar hér eftir, eins og hverir aðrir leigu-