Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 134
128
Gísli Skúlason:
Prestafélagsritið.
þess að gæta, að mörg prestsetur eru nú sæmilega húsuð,
svo uppbygging þeirra kæmi ekki öll í einu, heldur
smámsaman, og yrði því landsjóði miklu auðveldari.
Loks mætti skifta þeim prestsetrum, sem uppbyggingar
þyrftu, niður á alhnörg ár, svo að þau gengju fyrir, þar
sem þörfin helzt væri knýjandi. Virðist mér þetta því ekki
þurfa að færa landsjóði neinn verulegan útgjaldaauka,
enda er þess að gæta, að þetta er gert fyrir hans eigin
eignir, sem hækka í verði fyrir þessar aðgerðir.
Rétt fyndist mér, að húsum þeim, sem bj'gð væru, væri
þannig fyrirkomið, að auk þeirra híbýla, sem prestinum
væru ætluð, væri rúm fyrir leiguliða, ef presturinn ekki
sjálfur sinti búskap. Ætti þetta ekki að þurfa að gera
verulegan kostnaðarauka, því að húsin yrðu livort sem
er að vera miðuð við það bú, sem jörðin gæti borið. Og
sjálfsagt væri það óhætt fyrirfram í sumum prestaköllum,
að ætla prestinum ekki annað en grasnytjarbúskap. En
til sveita held ég að ekki væri gott, að varna prestinum
búskapar fyrirfram, þar finst mér, að presturinn ætti að
hafa forgangsrétt að bújörðinni sjálfri. Hitt væri aftur
ekki óeðlilegt, að hann þá — eins og lögin nú ákveða —
borgaði eftir jörðina eins og liver annar leiguliði. En til
þess að tryggja rétt leiguliða við prestaskifti, ætti að vera
hægt að gera þau ákvæði, að nýr prestur hefði ekki rétt
til bújarðar sinnar fyrstu 3—5 árin af prestskap sínum.
Ættu það þá ekki að vera neitt óálitleg leiguliðakjör að
hafa ábúðarrétt á prestsetursjörðinni alla embættistíð þess
prests, sem þar væri þá, og að minsta kosti 3—5 ár
framan af prestskap þess næsta. Það segir sig sjálft, að
ef þetta kemst í framkvæmd, þá verða þeir prestar, sem
ekkert prestsetur hafa, að fá uppbót. Og yfirleitt verð ég
að segja það, þótt það ekki komi því máli við, sem hér
liggur fyrir, að mér finst það vera vitleysa, sem engri átt
nær, að telja alla presta landsins í sama launaflokki, svo
gerólík sem öll aðstaða þeirra þó er. En ég skal þó ekki
ganga frekar inn á þetta í þessu sambandi. Það sem liér