Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 136
130
Gísli Skúlason:
Prestafélagsritid^
aður hvílir á. Að halda hest á gjöf, einn og hvað þá tvo,
eingöngu vegna embættis síns, það eru á þessum tímum
ekki lítil útgjöld, og má það einkennilegt heita, að þeir
menn skuli gleyma þessu, sem þó muna svo vei eftir að
reikna þeim svokallaðar aukatekjur til tekna. Ég fyrir
mitt leyli get, livenær sem er, sýnt með sundurliðuðum
reikningi, að embættiskoslnaður minn er um 1200 kr. á
ári, nú í þessari tíð, og þjóna ég þó prestakalli, sem er
tiltöiulega greitt yfirferðar. Er það álíka mikið og gera
má ráð fyrir, að borgist fyrir aukaverk í meðalári með
gildandi verðlagsskrá. Get ég þessa til þess eins, að fyrir-
byggja þann misskilning, að aukatekjur presta vegi á móti
því, sem þeir hafa rýrari laun en aðrir, því að fæstir
prestar munu þó hafa aukaverkatekjur eins og ég.
Til nánari skýringar skal ég svo draga saman í eitt
þær umbætur, sem ég tel óhjákvæmilegar:
1. Að prestsetur landsins verði húsuð á landsins kostn-
að, og fylgi prestselur hverju prestakalli.
2. Að presturinn, auk launa sinna, njóti á prestsetrun-
um leigulausrar íbúðar, ásamt grasnyt, þar sem því
verður við komið.
3. Að prestarnir í hinum umsvifaminni prestaköllum
liafi forgangsrétt að leigu á prestsetursjörðinni, þó
með hæfilegum fyrirvara.
Um þessar umbætur verð ég enn að segja það, að mér
finnast þær sjálfsagðar og kröfunum um þær mjög í hóf
stilt. En kæmust þær til framkvæmda, yrði óhjákvæmi-
legt að flokkaskipun j'rði gerð á prestaköllum lands-
ins, enda ber lil þess brýna nauðsyn. Enda ég svo með
þeirri ósk, að menn geti orðið sem bezt ásáttir um,
hverjar umbótaleiðir þeir vilja ganga, því að meðan prest-
arnir koma sér eklci saman um umbótakröfurnar, er hætt
við að lítið verði úr umbótunum sjálfum.