Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 139
Prestafélagsrilið.
HVAÐ GERA SÖFNUÐIRNÍR FYRIR
KRISTINDÓMS OG KIRKJUMÁL?
Eftir Pónmni Richardsdótlur.
Mér hefir verið boðið að segja hér nokkur orð um þetta
efni. Ég finn vel vanmátt minn til þess; en mér þykir
það sœmd og vil því reyna það, meðfram sökum þess að
ég einmitt hefi verið að velta þessari spurningu í huga
mínum, núna, fremur venju, af því lítið atvik »kom og
vakti mig«. Presturinn okkar var hérna nótt í haust;
þegar hann kvaddi sagði hann: »Þakka þér fyrir viðræð-
urnar, það er skemtilegra að geta talað um eitthvað fleira
en kj7r og kindur«. Mér lá við að fyrtast við þessi orð,
þótt þau óneitanlega væru sönn, því mér fanst liggja bak
við þau einhver hulin ásökun. En alt í einu varð mér
það Ijóst, meðan ég stóð og horfði á eftir prestinum, hve
hræðilega einmana og óstuddir íslenzkir sveitaprestar eru
í starfi sinu, og hvílíkt ofurefli þeir hafa flestir færst í
fang, að ætla að halda vakandi þeim dottandi sálum, í
andlegum efnum, sem þeim er trúað fyrir í söfnuðunum.
Lað er ekki að undra þótt prestar, œskumenn, sem komið
hafa frá prófborðinu fullir af áhuga og starfsþrá, bornir
uppi af samhug kennara og námsbræðra, en rekið sig óð-
ara á þennan kínverska múr kulda og afskiftaleysis safn-
aðanna um alt, sem snertir starf þeirra og stöðu, — þótt
þeir efist um árangurinn af erfiði sinu og snúi sér að
öðru; eða þó saltið hverfi úr ræðum þeirra, og þær þyki
daufar og sannfæringarlitlar. Með miklum sannfæringar-
krafti prédikaði Jóhannes skírari, meðan fólkið flyktist
að honum í sólskininu úti við Jórdan, og hann var ekki
feiminn að segja því til syndanna, — en svona var það þó,