Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 140
134
Þórunn Richardsdóltir:
Prestaíélagsrilið.
að þegar hann skömmu seinna sat aleinn í myrkrinu í
Makæroskastala, þá tók efinn að gera vart við sig, jafnuel
hjá honum, sem þó var »meiri en spámaður«.
Engum, sem nokkuð hefir kynst kirkjulífi erlendis, get-
ur dulist þetta raunalega hlutleysi safnaða vorra í kirkju-
málum og kristindóms; það er eins og þeim komi það
alls ekki við, sem er að gerast á því sviði. Skyldi ekki
fjöldanum bregða í brún, ef lionum einhverntíma yrði
það ljóst að »eilt er nauðsynlegt«, en að það er ekki hey-
skapur, aflabrögð né verzlun, — þó vér þnrfum alls þessa
við, — heldur fræðslan við fætur Krists? — En hvernig
á nú að bæta úr þessu? Eða á að reka að því, að hver
eigi eingöngu að annast sína sál, en kristileg starfsemi sé
óþörf, og megi hverfa úr sögunni? Óhugsandi. — H. Wer-
geland segir að vísu:
»Hver sin Tronhimmel i egen Pande har, hver i eget
Hjerte har Alter og 01ferkar« o. s. frv.; en það er, ef
svo mætti segja, einka altari mannsins; þar eru lagðar
þær fórnir, sem heimurinn sér ekki, en hin almenna opin-
bera guðsþjónusta þarf jafnt að eiga sér stað fyrir því,
og þá helzt kringum altarið í kirkjunni.
Það er undarlegt hvað lítið þekkist hér það, sem getur
heitið andlegt sajnaðarlif; þar sem rétt hver maður ber
kristindóm og kirkjumál jafnt fyrir brjósti og sinn eigin
heimilishag. Áður fór fjöldinn af fólkinu úr sveitinni til
kirkju á hverjum messudegi, hverju sem rigndi; nú er
klukkunum hringt yfir hálftómri kirkjunni, ef þeim þá
annars er hringt. Því mætti svara, að fólkið sé orðið svo
fátt á sveitabæjum; færra en var að vísu, en ekki þarf
annað en lesa þjóðsögurnar okkar til þess að sjá, að sjald-
an var áður fyrri nema einn maður heima á bæ um
messuna, og svo gæti verið enn, ef áhuginn hefði ekki
dofnað.
Hvað segja íslenzkar konur? Þær eru nú sem óðast að
vakna til lífsins á ýmsum sviðum, og kynlegt fyrirbrigði
væri það, ef þær létu sig andleg mál engu skifta til lengd-